Sport

Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Írinn tekur sig vel út með Hallgrímskirkju í baksýn.
Írinn tekur sig vel út með Hallgrímskirkju í baksýn. mynd/twittersíða mcgregor
Conor McGregor er að spila skák við UFC þessa dagana og hann sendi þeim skilaboð með mynd frá Íslandi um miðnæturleytið.

Í færslunni sem Conor setti á samfélagsmiðla eru skýr skilaboð. Hann ætli ekki að fara á hnén fyrir UFC og þurfi ekki á því að halda.

Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC

Írinn er búinn að bjóðast til þess að taka þátt á UFC 200 í sumar en aðeins ef hann fær slaka í kynningarstarfinu. Hann vill fá meiri tíma til þess að æfa í friði svo hann geti hefnt fyrir tapið gegn Nate Diaz.

Conor segist ekki skulda neitt, eigi nóg af peningum og sé búinn að rúlla upp UFC. Hann endar svo með kassamerkinu þið eigið leik.

Við bíðum eftir því að UFC svari.

MMA

Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.

Takk fyrir minningarnar, Conor

Vísir setti saman gæsahúðarmyndband í tilefni af því að Conor McGregor er hættur í MMA.

Dana hótar að taka beltið af Conor

Þó svo forseti UFC, Dana White, hafi opnað hurðina fyrir endurkomu Conor McGregor á UFC 200 í gær þá mun hann grípa til aðgerða ef Conor þiggur ekki boð hans.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×