Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe Höskuldur Kári Schram skrifar 21. apríl 2016 18:45 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli. Halla lýsti yfir framboði 17. mars síðastliðinn en í dag opnaði hún kosningamiðstöð sína að Hæðasmára í Kópavogi. Hún segist ekki hafa íhugað að draga framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér á ný. „Ég tel að [ákvörðun Ólafs] muni skerpa línurnar í þessari kosningabaráttu. Þetta er lýðræðislegur réttur hans af því að við erum ekki búin að skýra leikreglurnar og setja mörk á það hversu lengi forseti Íslands má sitja. En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe,“ segir Halla. Hún gefur lítið fyrir rök Ólafs um ríkjandi óvissu í íslensku samfélagi og segir að hann ætti frekar að vera heiðarlegur og sýna öðrum virðingu með því að viðurkenna að hann vilji einfaldlega vera forseti áfram. „Ég held að hann hafi verið að segja þessa hluti frá því ég var í sex ára bekk. Ég man fyrst að hann talaði um óvissu og ótta þegar ég var í sex ára bekk. Ég er að verða fimmtug núna. Ég held að hann hafi fengið fullt af tækifærum í nógu langan tíma til að sýna hvað hann getur lagt af mörkum. Nú er kominn tími á nýjan tón og skipta um plötu á fóninum og horfa til framtíðar,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira