Sport

Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kavanagh er hér ásamt Conor.
Kavanagh er hér ásamt Conor. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, lét í sér heyra á Twitter eftir yfirlýsinguna hjá Conor áðan.

Hann setur pressu á unnendur UFC að láta í sér heyra. Að standa með Conor sem vill berjast en forðast sviðsljósið til tilbreytingar.

Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC

„Viljið þið blaðamannafundi eða bardaga? Látið í ykkur heyra því við erum klárir í að berjast í sumar,“ skrifaði Kavanagh.

Það er ljóst að flestir unnendur MMA vilja ekki sjá Conor McGregor hætta og verður áhugavert að sjá hvernig UFC tekur við þessari sendingu frá Conor sem á að vera í Las Vegas á morgun. Hann verður klárlega ekki þar heldur á Íslandi.

MMA

Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.

Takk fyrir minningarnar, Conor

Vísir setti saman gæsahúðarmyndband í tilefni af því að Conor McGregor er hættur í MMA.

Dana hótar að taka beltið af Conor

Þó svo forseti UFC, Dana White, hafi opnað hurðina fyrir endurkomu Conor McGregor á UFC 200 í gær þá mun hann grípa til aðgerða ef Conor þiggur ekki boð hans.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×