Forsætisráðherra boðar stjórnarandstöðuna til fundar á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 19:17 Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á föstudag til að fara yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir vilja að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Hann verst hins vegar allra fregna af því hvenær verður boðað til kosninga. Enn þrýstir stjórnarandstaðan á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að upplýsa um hvenær eigi að kjósa og hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu fyrir kjördag. Ekki sé hægt að fara inn í nefndarviku í næstu viku án þess að vita það. „Forseti ég bið um ásjá og stuðning forseta í því að reyna að koma skikk hér á þingstörfin því þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sú umræða stóð í um hálftíma og ítrekuðu fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar að málaskrá og kjördægur þyrftu að liggja fyrir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að augljóslega væri ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarflokkanna varðandi kosningar. „Það er ekki hægt að draga okkur áfram á asnaeyrunum hér dag eftir dag og láta eins og ekkert sé, forseti,“ sagði Birgitta meðal annars. Í dag er hálfur mánuður frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa og sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ágæta samstöðu um ýmis mál sem stjórnarflokkarnir tækjust hins vegar á um sín á milli, eins og húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. „Hvar eru vandamálin? Ég er búinn að þylja hér upp þessi mál sem hafa verið í almennri umræðu. Ekkert af þeim er vandamál gagnvart okkur í stjórnarandstöðunni. Af hverju vill hann (forsætisráðherra) ekki einfaldlega láta reyna á vilja okkar hér til samstarfs? Við eru tilbúin að afgreiða mál,“ sagði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa tryggan meirihluta og eðlilegt að þingmenn sinntu þeim fjölmörgu málum sem væru til afgreiðslu á Alþingi. Hann og fjármálaráðherra myndu funda með forseta Alþingis um afgreiðslu mála í dag. „Og í framhaldinu hyggst ég boða til fundar með stjórnarandstöðunni á föstudaginn til að fara yfir þau mál sem við hófum mjög góða umræðu á í síðustu viku. Til þess að halda áfram með það samtal sem við þurfum að eiga,“ sagði Sigurður Ingi. Þá hafi hann rætt við fleiri aðila í samfélaginu til að skapa traust. „Hluti af því að endurbyggja traust er að standa við orð sín og koma hreint fram og að allir hlutir séu upp á borðum. Kjördagur í haust er ekki einkamál hæstvirts forsætisráðherra eða ríkisstjórnarinnar eða þess vegna ef út í það er farið okkar í þessum sal. Það er mikilvægt að senda þau skilaboð strax hvenær fólk geti búist við kosningum,“ sagði Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira