Vilja vita hvenær verður kosið: „Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 16:20 Óttarr Proppé vísir/stefán Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum. Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum.
Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent