Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 09:30 „Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
„Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn