Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 06:00 Teitur Örlygsson var áður aðalþjálfari Stjörnunnar áður en hann fór aftur heim til Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Vísir Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00
Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00
Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51