Fjármáláætlun stjórnvalda eykur á ójöfnuð að mati fyrrverandi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 19:00 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira