Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Kári Schram skrifar 9. maí 2016 18:45 Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Landvernd skoraði nýlega á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Mývatni. Lífríkið er sagt í bráðri hættu vegna meðal annars frárennslismála og álags af mannavöldum. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun með séfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu vegna málsins. „Ég held að það liggi fyrir að stjórnvöld verða að bregðast við með einum eða öðrum hætti. Staðan er alvarleg. Ég held að það sé mjög mikilvægt að umhverfisnefnd Alþingis fjalli um málið á mjög yfirvegaðan hátt og það erum við að gera,“ segir Höskuldur. Hann segir að stjórnvöld geti meðal annars aðstoðað sveitarfélagið við að koma frárennslismálum í viðunandi horf. „Það var sett reglugerð árið 2012 sem lagði auknar kvaðir á sveitarfélagið og það hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í þær fjárfreku framkvæmdir. Við þurfum að skoða það mjög alvarlega að mínu mati. Svo verðum við að tryggja að rannsóknir á lífríki Mývatns verði auknir þannig að við vitum eins nákvæmlega eins og hægt er hvað er á seyði í þessu dýnamíska vatni,“ segir Höskuldur. Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Landvernd skoraði nýlega á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Mývatni. Lífríkið er sagt í bráðri hættu vegna meðal annars frárennslismála og álags af mannavöldum. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun með séfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu vegna málsins. „Ég held að það liggi fyrir að stjórnvöld verða að bregðast við með einum eða öðrum hætti. Staðan er alvarleg. Ég held að það sé mjög mikilvægt að umhverfisnefnd Alþingis fjalli um málið á mjög yfirvegaðan hátt og það erum við að gera,“ segir Höskuldur. Hann segir að stjórnvöld geti meðal annars aðstoðað sveitarfélagið við að koma frárennslismálum í viðunandi horf. „Það var sett reglugerð árið 2012 sem lagði auknar kvaðir á sveitarfélagið og það hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í þær fjárfreku framkvæmdir. Við þurfum að skoða það mjög alvarlega að mínu mati. Svo verðum við að tryggja að rannsóknir á lífríki Mývatns verði auknir þannig að við vitum eins nákvæmlega eins og hægt er hvað er á seyði í þessu dýnamíska vatni,“ segir Höskuldur.
Alþingi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira