Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 18:31 „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent