Fótbolti

Elías Már nýtti tímann og skoraði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elías Már skoraði í dag.
Elías Már skoraði í dag. vísir/stefán
Rosenborg vann góðan sigur á Stabæk, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og komu Íslendingarnir heldur betur við sögu. Fredrik Midtsjoe skoraði fyrsta mark leiksins og hann var síðan aftur á ferðinni þegar Hólmar Örn Eyjólfsson lagði upp mark fyrir Midtsjoe.

Christian Gytkjær skoraði þriðja mark Rosenborg þremur mínútum síðar og þá var það Guðmundur Þórarinsson sem lagði upp markið. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður þegar korter var eftir af leiknum en Rosenborg er á toppi deildarinnar með 22 stig.

Vålerenga var góðan sigur á Sarpsborg, 3-0, og skoraði Elías Már Ómarsson þriðja mark liðsins í kvöld. Elías byrjaði leikinn á varamannabekknum og kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Sogndal vann Aalesund, 4-1, en Adam Örn Arnarson lék allan leikinn fyrir Aalesund og Aron Elís Þrándarson kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin í norska boltanum í dag:

Odd                 2 - 1     Bodø/Glimt                

Rosenborg       3 - 1     Stabæk                       

Vålerenga        3 - 0     Sarpsborg       

Aalesund         1 - 4     Sogndal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×