Frestur til formannsframboðs rennur út á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 14:46 Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka.
Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira