Gunnar sagði í samtali við Vísi í dag að það færi vel um hann og sitt teymi en hann var í mestu rólegheitum inn á hótelherbergi sínu þegar Vísir spjallaði við hann í dag.
Sjá einnig:Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga
Þriggja mánaða undirbúningi lýkur á sunnudaginn þegar Gunnar fær tækifæri til að bæta upp fyrir tapið í desember þegar Brasilíumaðurinn Demian Maia tók hann nokkuð illa í Las Vegas.
Búið er að koma upp æfingaaðstöðu á 15. hæð hótelsins þar sem Gunnar getur æft með útsýni yfir alla borgina.
Gunnar er einnig búinn að finna rakvél sem virkar og raka af sér hárið en erfiðlega gekk hjá honum að koma því af í gær eins og kom fram í frétt Vísis.
Hér að neðan má sjá myndir af Gunnari í Rotterdam sem Kjartan Páll Sæmundsson, ljósmyndari Vísis, tók en bardagakvöldið hefst klukkan 18.00 á sunnudaginn.
Tryggðu þér áskrift á 365.is.




