Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira