Fjölnir tilkynnti nú í morgun að félagið hefði gert nýjan tveggja ára samning við sóknarmanninn Þóri Guðjónsson.
Þórir var hetja Fjölnis er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Val í fyrstu umferð nýs tímabils í Pepsi-deild karla á Valsvellinum í gær.
Sjá einnig: Þórir skaut Val í kaf
Þórir er reyndar uppalinn Valsmaður og steig sín fyrstu spor í meistaraflokki með Hlíðarendafélaginu. Hann var lánaður til Leiknis í 1. deildinni sumarið 2011 en gekk svo í raðir Fjölnis árið 2013.
Gamli samningur Þóris átti að renna út í lok núverandi tímabils en Þórir mun að öllu óbreyttu taka að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar í Grafarvoginum.
Markahetjan fékk nýjan samning
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti