Körfubolti

Curry enn frá en Golden State vann sannfærandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klay Thompson var öflugur í nótt.
Klay Thompson var öflugur í nótt. Vísir/Getty
NBA-meistararnir í Golden State eru komnir í 1-0 forystu í undanúrslitarimmu sinni gegn Portland í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta.

Golden State vann sannfærandi sigur á heimavelli í nótt, 118-106, þrátt frir að Steph Curry sé enn frá vegna meiðsla.

Klay Thompson fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig. Þá skilaði Draymond Green þrennu - 23 stigum, þrettán fráköstum og ellefu stoðsendingum.

Thompson varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nýtir minnst sjö þriggja stiga körfur í þremur leikjum í röð í úrslitakeppninni.

Damian Lillard skoraði 30 stig fyrir Portland en nýtti aðeins ellefu af þrettán fyrstu skotum sínum í leiknum. Annar leikur liðanna í rimmunni fer fram annað kvöld.

Þess fyrir utan fóru fram tveir oddaleikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í austrinu en sigurvegarar þeirra mætast einmitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Miami vann New Orleans, 106-73. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami og Gerald Green sexstán.

Toronto vann í nótt Indiana, 89-84, þar sem DeMar DeRozan skoraði 30 stig fyrir Toronto sem fær fyrsta leikinn gegn Miami á heimavelli annað kvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×