Árni Páll segir að Samfylkingin verði að nesta næsta formann vel Heimir Már Pétursson skrifar 1. maí 2016 19:00 Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira