Fótbolti

Arnór Ingvi og Hjörtur Logi á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í leik með Norrköping.
Arnór í leik með Norrköping. vísir/heimasíða IFK
Arnór Ingvi Traustason og Hjörtur Logi Valgarðsson voru báðir á skotskónum fyrir lið sín í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Ingvi kom Norrköping yfir á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og þannig stóðu leikar allt þangað til á 90. mínútu.

Þá jafnaði Emil Salomonsson metin fyrir Gautaborgar-liðið og lokatölur urðu 1-1 jafntefli liðanna sem enduðu i tveimur efstu sætunum í fyrra.

Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem og Hjörtur Hermannsson hjá Gautaborg. Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum.

Norrköping er á toppnum með ein stigs forskot á Malmö, en Gautaborg er í fimmta sætinu.

Örebro skaust upp í þriðja sætið með 4-0 sigri á Gefle, en FH-ingurinn Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði annað mark Örebro í upphafi síðari hálfleiks.

Þetta var sjöundi sigur Örebro í tíu leikjum, en þeir eru stigi á eftir Norrköping og með jafn mörg stig og Malmö sem eru í öðru sætinu.

Hjörtur spilaði allan leikinn í bakverðinum hjá Örebro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×