Ein kjánalegasta bikarlyfting sögunnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 20:00 Sevilla vann í gær Evrópudeildina í fótbolta þriðja árið í röð eftir 3-1 endurkomusigur á Liverpool í úrslitaleik í Basel í Sviss. Leikmenn Sevilla ættu því að vera orðnir vanir því að taka við bikarnum en það var þó ekki að sjá í klúðurslegri bikarlyftingu leikmanna liðsins á St. Jakob-Park leikvanginum í gærkvöldi. Eins og venjan er þá fengu allir leikmenn sigurliðsins sinn verðlaunapening áður en bikarinn fór á loft. Það vantaði heldur ekki leikmenn Sevilla sem vildu ná í sín gullverðlaun. Það var orðið því orðið svolítið þröngt á þingi í heiðursstúkunni á St. Jakob-Park þegar kom að því að lyfta sjálfum UEFA-bikarnum og fyrirliðinn Jose Antonio Reyes sást hvergi. Jose Antonio Reyes, fyrirliði Sevilla, lyfti samt bikarnum en hann sást þó hvergi því fjölmargir liðsfélagar hans skyggðu á hann. Ljósmyndararnir hafa örugglega klórað sig í kollinum enda náðu þeir fyrir vikið engum alvöru vinklum. Bikar sást reyndar koma upp úr miðjum hópnum en hver sem er hefði getað verið að lyfta honum. Þetta var eins kjánalegt og svona bikarlyftingar gerast. Jose Antonio Reyes komst loksins fram fyrir liðsfélaga sína og gat þá lyft bikarnum eins og hefð er fyrir enda mynd af þessari sögulegu stund út um allt í evrópskum blöðum í morgun. Sevilla varð nefnilega fyrsta félagið sem nær að vinna UEFA-bikarinn þrjú ár í röð. Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Sevilla vann í gær Evrópudeildina í fótbolta þriðja árið í röð eftir 3-1 endurkomusigur á Liverpool í úrslitaleik í Basel í Sviss. Leikmenn Sevilla ættu því að vera orðnir vanir því að taka við bikarnum en það var þó ekki að sjá í klúðurslegri bikarlyftingu leikmanna liðsins á St. Jakob-Park leikvanginum í gærkvöldi. Eins og venjan er þá fengu allir leikmenn sigurliðsins sinn verðlaunapening áður en bikarinn fór á loft. Það vantaði heldur ekki leikmenn Sevilla sem vildu ná í sín gullverðlaun. Það var orðið því orðið svolítið þröngt á þingi í heiðursstúkunni á St. Jakob-Park þegar kom að því að lyfta sjálfum UEFA-bikarnum og fyrirliðinn Jose Antonio Reyes sást hvergi. Jose Antonio Reyes, fyrirliði Sevilla, lyfti samt bikarnum en hann sást þó hvergi því fjölmargir liðsfélagar hans skyggðu á hann. Ljósmyndararnir hafa örugglega klórað sig í kollinum enda náðu þeir fyrir vikið engum alvöru vinklum. Bikar sást reyndar koma upp úr miðjum hópnum en hver sem er hefði getað verið að lyfta honum. Þetta var eins kjánalegt og svona bikarlyftingar gerast. Jose Antonio Reyes komst loksins fram fyrir liðsfélaga sína og gat þá lyft bikarnum eins og hefð er fyrir enda mynd af þessari sögulegu stund út um allt í evrópskum blöðum í morgun. Sevilla varð nefnilega fyrsta félagið sem nær að vinna UEFA-bikarinn þrjú ár í röð.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira