Fótbolti

Fyrirliði Frankfurt greindist með æxli í gær en ætlar samt að spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Russ fékk slæmar fréttir í gær.
Marco Russ fékk slæmar fréttir í gær. Vísir/Getty
Marco Russ, fyrirliði þýska liðsins Eintracht Frankfurt, ætlar að fórna sér fyrir málstaðinn þegar lið hans berst fyrir sæti í þýsku Bundesligunni á næstu leiktíð.

Eintracht Frankfurt mætir Rúrik Gíslasyni og félögum í Nürnberg í tveimur leikjum og í boði er laust sæti í Bundesligunni 2016-17.

Marco Russ fékk hræðilegar fréttir í vikunni þegar hann greindist með æxli en það kom í ljós þegar hann gekkst undir venjulegt lyfjapróf. Kicker segir frá.

Marco Russ féll á lyfjaprófinu vegna of mikils magns af vaxtarhormónum en þýska lyfjaeftirlitið grunaði strax um að orsökin væru veikindi fremur en ólögleg notkun lyfja.

Eintracht Frankfurt fékk niðurstöður úr umræddu lyfjaprófi á miðvikudaginn og í framhaldinu gekkst Marco Russ undir frekari rannsóknir þar sem æxlið fannst.

„Þrátt fyrir þessar sorglegu fréttir þá sagði leikmaðurinn að hann væri tilbúinn að spila. Við höfum síðan fengið það staðfest frá læknum hans," sagði Eintracht Frankfurt í fréttatilkynningu.

Marco Russ er þrítugur miðvörður sem hefur spilað 256 deildarleiki með Eintracht Frankfurt. Hann lék með félaginu frá 2004 til 2012 eða þar til að liði, fór síðan í VfL Wolfsburg í eitt og hálf tímabil áður en hann snéri aftur til Frankfurt.

Fyrri leikur Eintracht Frankfurt og Nürnberg fer fram á Commerzbank-Arena, heimavelli Frankfurt, í kvöld en seinni leikurinn er síðan á heimavelli Nürnberg á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×