Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd 18. maí 2016 10:00 Baldur Sigurðsson skoraði gegn sínum gömlu félögum. vísir/vilhelm Fjórða umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Draumabyrjun Víkings Ó. heldur áfram en þeir unnu ÍA sannfærandi í Vesturlandsslag. Stjörnumenn töpuðu sínum fyrstu stigum en eru samt á toppnum á markatölu. Eyjamenn fóru illa með Hermann Hreiðarsson og lærisveina hans í Fylki og FH-ingar unnu öruggan sigur á Fjölni. Víkingar eru enn án sigurs en Þróttarar svöruðu fyrir skellinn gegn Stjörnunni með 2-0 sigri á Blikum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 0-3 ÍBVFH 2-0 FjölnirVíkingur Ó. 3-0 ÍAVíkingur R. 2-2 ValurÞróttur 2-0 BreiðablikKR 1-1 StjarnanEinar Hjörleifsson átti stórleik gegn ÍA.vísir/vilhelmGóð umferð ...... Einar Hjörleifsson Sjóarinn síkáti tók stöðu Cristians Martinez Liberato í Vesturlandsslagnum og átti stórleik. Þessi mikli reynslubolti, sem var búinn að leggja skóna á hilluna, varði í fjórgang vel frá Garðari Gunnlaugssyni, þ.á.m. vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Einar er þekktur vítabani og sýndi enn og aftur snilli sína á því sviði. Það er ekki ónýtt fyrir Ejub Purusevic, þjálfara Víkings, að geta leitað til Einars.... Gregg Ryder Englendingsins beið erfitt verkefni að stappa stálinu í sína menn eftir útreiðina sem Þróttarar fengu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Liðið tapaði ekki bara 0-6 heldur ökklabrotnaði aðalsóknarmaður þess, Emil Atlason, í leiknum í Garðabænum. Þrátt fyrir þessi áföll tókst Ryder að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst og Þróttarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Breiðablik, silfurliðið frá því í fyrra. Lærisveinar Ryders höfðu vissulega heppnina með sér á köflum en þeir lögðu mikið í leikinn og nýttu færin sín. Þróttarar geta vel við unað að vera með fjögur stig eftir gríðarlega erfiða byrjun.... Eyjamenn Strákarnir hans Bjarna Jóhannssonar mættu ferskir, svo orð þjálfarans séu notuð, í Árbæinn og hreinlega rúlluðu yfir slaka Fylkismenn. Eyjamenn pressuðu heimamenn stíft og uppskáru mark eftir aðeins þrjár mínútur. Fimm mínútum seinna var staðan orðin 0-2 og leikurinn í raun búinn. ÍBV bætti svo þriðja markinu við í seinni hálfleik. Það var gott jafnvægi og kraftur í Eyjaliðinu í fyrradag, ekki ósvipað og var í leiknum við ÍA í 1. umferðinni. Bjarni er greinilega á réttri leið með liðið.Svona heilsast menn víst í Eyjum.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Hermann Hreiðarsson Eyjamanninum baráttuglaða er vandi á höndum eftir fjögur töp Fylkis í fyrstu fjórum umferðunum. Fylkisliðið lítur einfaldlega illa út, bæði í vörn og sókn, og lykilmenn eru fjarri sínu besta. Hermann þarf að finna einhverjar lausnir ef ekki á illa að fara fyrir Fylki í sumar. Þjálfarinn komst svo í fréttirnar fyrir hegðun sína á hliðarlínunni eftir leikinn þar sem hann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki. Hermann gerði sjálfur lítið úr atvikinu og sagði að „stundum spjalla menn svona í Eyjum“.... silfur- og bronsskóinn í fyrra Handhafar silfur- og bronsskósins í fyrra, Jonathan Glenn og Garðar Gunnlaugsson, áttu erfitt uppdráttar í umferðinni sem leið. Glenn fór illa með nokkur upplögð tækifæri þegar Blikar töpuðu fyrir Þrótti og virðist ryðgaður eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vegna leikbanns. Garðari voru sömuleiðis allar bjargir bannaðar í Ólafsvík en Einar Hjörleifsson varði fjórum sinnum vel frá Skagamanninum. Glenn og Garðar hafa verið kaldir í byrjun móts og þurfa að gera betur ef lið þeirra ætla að komast á flug.... Blika Lærisveinar Arnars Grétarssonar töpuðu aftur fyrir nýliðum þegar þeir sóttu Þrótt heim í Laugardalinn í gær. Blikar fengu nóg af færum í leiknum en nýttu þau ekki og klikkuðu tvisvar í vörninni. Þá fékk fyrirliði Breiðabliks, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Blikar eru þegar búnir að tapa tveimur leikjum í sumar, jafnmörgum og þeir gerðu allt tímabilið í fyrra. Uppskeran eftir fyrstu fjórar umferðirnar, sex stig, er þó sú sama og í fyrra en Blikar þurfa að gera betur ætli þeir sér að taka þátt í toppbaráttunni í sumar.Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði á Víkingsvelli annað árið í röð.vísir/vilhelmTölfræðin og sagan: *Fylkir er sjötta félagið sem fer stigalaust í gegnum fjóra fyrstu leikina síðan að deildin innihélt fyrst tólf liða deild 2008. *0 stig og -8 í markatölu er versta frammistaða liðs í Pepsi-deildinni í fyrstu fjórum umferðunum síðan að Grindavík náði samskonar árangri sumarið 2010. *Eyjamenn eru með jafnmörg stig eftir fyrstu fjóra leikina í ár (7) og þeir voru með á tveimur síðustu tímabilum Bjarna Jóhannssonar með liðið, 1998 og 1999. *Atli Guðnason hefur átt þátt í 9 af 12 mörkum FH (4 mörk, 5 stoðsendingar) í fimm síðustu deildarleikjum liðsins á móti Fjölni. *FH-ingar eru búnir að skora í 27 deildarleikjum í röð í Kaplakrika. *Fjölnismenn hafa verið undir í 160 mínútur í síðustu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deildinni eftir að hafa ekki verið undir í eina einustu mínútu í fyrstu tveimur leikjum sínum í sumar. *Ólafsvíkingar hafa skorað jafnmörk mörk á Ólafsvíkurvelli í fyrstu tveimur leikjum sínum í ár (5) og þeir skoruðu í öllum ellefu heimaleikjum sínum sumarið 2013. *Skagamenn hafa nú tapað sex leikjum í röð í Pepsi-deildinni á móti nýliðum þegar þeir sjálfir eru ekki nýliðar. *Skagamenn hafa fallið úr deildinni í síðustu tvö skipti (2008, 2013) sem liðið hefur ekki náð að fagna sigri í fyrstu þremur útileikjum sínum. *Víkingar eru í fyrsta sinn í fallsæti síðan að þeir töpuðu fyrir Fjölni í 1. umferðinni 2014. *Þriðja árið í röð sem Víkingur og Valur gera jafntefli í Fossvoginum og annað árið í röð sem Víkingar jafna. *Fyrsta sinn í þrjú ár sem Haukur Páll Sigurðsson skorar tveimur deildarleikjum í röð eða síðan að hann skoraði í tveimur fyrstu umferðunum 2013. *Markatala Þróttara í tveimur síðustu leikjum sínum á móti Breiðabliki í efstu deild er +6 (6-0). *Blikar náðu í 10 stig af 12 mögulegum á móti nýliðunum í fyrra en geta nú í mesta lagi náð 6 stigum á móti nýliðunum í ár. *6 af 9 deildarmörkum Dion Acoff fyrir Þróttara í Pepsi-deild (2) og 1. deild (4) hafa komið á Þróttaravellinum í Laugardal. *Fyrsta mark Indriða Sigurðssonar í efstu deild á Íslandi og það kom í hans 29. deildarleik fyrir KR. *Stjörnuliðið var búið að skora 9 mörk í röð án þess að mótherjar þeirra höfðu náð að svara fyrir sig þegar Indriði Sigurðsson jafnaði fyrir KR. *Á tveimur síðustu tímabilum sem KR-liðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjunum sínum hefur KR orðið Íslandsmeistari um haustið (2011 og 2013).Steven Lennon skoraði seinna mark FH í sigrinum á Fjölni.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kolbeinn Tumi Daðason á Alvogen-vellinum: „Yfirferðin á Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar, er mikil. Eina mínútuna er hann með keilu í hönd, þá næstu grýtir hann boltum til Garðbæinga. Stjarnan væri ekkert án Dúllunnar, það er bara þannig.“Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli: „Ertu að dæma í fyrsta skipti?!“ gargar einhver snillingur úr stúkunni. Gunnar er reyndar að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld svo ég svari spurningunni.“Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika: „Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis ekki ánægður hér á hliðarlínunni. Ívar flautaði aukaspyrnu sem allir héldu að Fjölnismenn væru að fá. En þá var dæmt brot á gestina. Ég viðurkenni að ég veit ekki alveg hvernig Ívar Orri fékk þetta út.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Haukur Páll Sigurðsson, Val 8 Einar Hjörleifsson, Víkingi Ó. 8 William Dominguez da Silva, Víkingi Ó. 8 Pablo Punyed, ÍBV 8 Mikkel Maigaard, ÍBV 8 Dion Jeremy Acoff, Þrótti 8 Trausti Sigurbjörnsson, Þrótti 8 Víðir Þorvarðarson, Fylki 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki 2Umræðan á #pepsi365Er þessi markmannsbúningur hjá Fylki eitthvað grín? #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 16, 2016@eyjamenn flottir á meðan Fylkir virðist bara sætta sig við að fá að leika með, fá skóflur og fötur næst #sandkassinn#pepsi365#fotboltinet — Bjarki Hjálmarsson (@bhjalmars) May 16, 2016Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani#pepsi365 — Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365#fotboltinet — Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016Hvað ætli Ejub geti afrekað með Víking Ó. ef þeir fá einhvern tímann alvöru æfingaaðstöðu? #pepsi365 — Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) May 16, 2016Kona frá Vestmannaeyjum býður góðan daginn! #WTF. #pepsi365 þau eru samt vinir. :-) pic.twitter.com/mkIhnj0g1q — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 17, 2016Tveir góðir meta byrjunarliðin. #pepsi365pic.twitter.com/J8e4ro4rOs — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 17, 2016Allir íslenskir leikmenn KR í byrjunarliðinu eru fyrrverandi atvinnumenn! #pepsi365 — Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 17, 2016Einhver gæti þurft að gefa Kerr svona eins og eina harpix dollu #sloppy#pepsi365 — Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) May 17, 2016Bamm! Velkominn til leiks Ólafur Kristjánsson. #pepsi365 — Daníel Rúnarsson (@danielrunars) May 17, 2016Svo fáranlega gott tv að sjá Óla Kristjáns fara yfir taktisk atriði. #pepsi365 — Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) May 17, 2016Óánægður með klæðaburð Gústa Gylfa. Var alltaf sharp í fyrra en mætir núna í æfingagallanum. Gula peysan var betri #pepsi365 — Hávarr Hermóðsson (@havarr) May 17, 2016Mark 4. umferðar Atvik 4. umferðar Markasyrpa 4. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Fjórða umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Draumabyrjun Víkings Ó. heldur áfram en þeir unnu ÍA sannfærandi í Vesturlandsslag. Stjörnumenn töpuðu sínum fyrstu stigum en eru samt á toppnum á markatölu. Eyjamenn fóru illa með Hermann Hreiðarsson og lærisveina hans í Fylki og FH-ingar unnu öruggan sigur á Fjölni. Víkingar eru enn án sigurs en Þróttarar svöruðu fyrir skellinn gegn Stjörnunni með 2-0 sigri á Blikum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 0-3 ÍBVFH 2-0 FjölnirVíkingur Ó. 3-0 ÍAVíkingur R. 2-2 ValurÞróttur 2-0 BreiðablikKR 1-1 StjarnanEinar Hjörleifsson átti stórleik gegn ÍA.vísir/vilhelmGóð umferð ...... Einar Hjörleifsson Sjóarinn síkáti tók stöðu Cristians Martinez Liberato í Vesturlandsslagnum og átti stórleik. Þessi mikli reynslubolti, sem var búinn að leggja skóna á hilluna, varði í fjórgang vel frá Garðari Gunnlaugssyni, þ.á.m. vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Einar er þekktur vítabani og sýndi enn og aftur snilli sína á því sviði. Það er ekki ónýtt fyrir Ejub Purusevic, þjálfara Víkings, að geta leitað til Einars.... Gregg Ryder Englendingsins beið erfitt verkefni að stappa stálinu í sína menn eftir útreiðina sem Þróttarar fengu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Liðið tapaði ekki bara 0-6 heldur ökklabrotnaði aðalsóknarmaður þess, Emil Atlason, í leiknum í Garðabænum. Þrátt fyrir þessi áföll tókst Ryder að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst og Þróttarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Breiðablik, silfurliðið frá því í fyrra. Lærisveinar Ryders höfðu vissulega heppnina með sér á köflum en þeir lögðu mikið í leikinn og nýttu færin sín. Þróttarar geta vel við unað að vera með fjögur stig eftir gríðarlega erfiða byrjun.... Eyjamenn Strákarnir hans Bjarna Jóhannssonar mættu ferskir, svo orð þjálfarans séu notuð, í Árbæinn og hreinlega rúlluðu yfir slaka Fylkismenn. Eyjamenn pressuðu heimamenn stíft og uppskáru mark eftir aðeins þrjár mínútur. Fimm mínútum seinna var staðan orðin 0-2 og leikurinn í raun búinn. ÍBV bætti svo þriðja markinu við í seinni hálfleik. Það var gott jafnvægi og kraftur í Eyjaliðinu í fyrradag, ekki ósvipað og var í leiknum við ÍA í 1. umferðinni. Bjarni er greinilega á réttri leið með liðið.Svona heilsast menn víst í Eyjum.vísir/antonErfið umferð fyrir ...... Hermann Hreiðarsson Eyjamanninum baráttuglaða er vandi á höndum eftir fjögur töp Fylkis í fyrstu fjórum umferðunum. Fylkisliðið lítur einfaldlega illa út, bæði í vörn og sókn, og lykilmenn eru fjarri sínu besta. Hermann þarf að finna einhverjar lausnir ef ekki á illa að fara fyrir Fylki í sumar. Þjálfarinn komst svo í fréttirnar fyrir hegðun sína á hliðarlínunni eftir leikinn þar sem hann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki. Hermann gerði sjálfur lítið úr atvikinu og sagði að „stundum spjalla menn svona í Eyjum“.... silfur- og bronsskóinn í fyrra Handhafar silfur- og bronsskósins í fyrra, Jonathan Glenn og Garðar Gunnlaugsson, áttu erfitt uppdráttar í umferðinni sem leið. Glenn fór illa með nokkur upplögð tækifæri þegar Blikar töpuðu fyrir Þrótti og virðist ryðgaður eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vegna leikbanns. Garðari voru sömuleiðis allar bjargir bannaðar í Ólafsvík en Einar Hjörleifsson varði fjórum sinnum vel frá Skagamanninum. Glenn og Garðar hafa verið kaldir í byrjun móts og þurfa að gera betur ef lið þeirra ætla að komast á flug.... Blika Lærisveinar Arnars Grétarssonar töpuðu aftur fyrir nýliðum þegar þeir sóttu Þrótt heim í Laugardalinn í gær. Blikar fengu nóg af færum í leiknum en nýttu þau ekki og klikkuðu tvisvar í vörninni. Þá fékk fyrirliði Breiðabliks, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Blikar eru þegar búnir að tapa tveimur leikjum í sumar, jafnmörgum og þeir gerðu allt tímabilið í fyrra. Uppskeran eftir fyrstu fjórar umferðirnar, sex stig, er þó sú sama og í fyrra en Blikar þurfa að gera betur ætli þeir sér að taka þátt í toppbaráttunni í sumar.Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði á Víkingsvelli annað árið í röð.vísir/vilhelmTölfræðin og sagan: *Fylkir er sjötta félagið sem fer stigalaust í gegnum fjóra fyrstu leikina síðan að deildin innihélt fyrst tólf liða deild 2008. *0 stig og -8 í markatölu er versta frammistaða liðs í Pepsi-deildinni í fyrstu fjórum umferðunum síðan að Grindavík náði samskonar árangri sumarið 2010. *Eyjamenn eru með jafnmörg stig eftir fyrstu fjóra leikina í ár (7) og þeir voru með á tveimur síðustu tímabilum Bjarna Jóhannssonar með liðið, 1998 og 1999. *Atli Guðnason hefur átt þátt í 9 af 12 mörkum FH (4 mörk, 5 stoðsendingar) í fimm síðustu deildarleikjum liðsins á móti Fjölni. *FH-ingar eru búnir að skora í 27 deildarleikjum í röð í Kaplakrika. *Fjölnismenn hafa verið undir í 160 mínútur í síðustu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deildinni eftir að hafa ekki verið undir í eina einustu mínútu í fyrstu tveimur leikjum sínum í sumar. *Ólafsvíkingar hafa skorað jafnmörk mörk á Ólafsvíkurvelli í fyrstu tveimur leikjum sínum í ár (5) og þeir skoruðu í öllum ellefu heimaleikjum sínum sumarið 2013. *Skagamenn hafa nú tapað sex leikjum í röð í Pepsi-deildinni á móti nýliðum þegar þeir sjálfir eru ekki nýliðar. *Skagamenn hafa fallið úr deildinni í síðustu tvö skipti (2008, 2013) sem liðið hefur ekki náð að fagna sigri í fyrstu þremur útileikjum sínum. *Víkingar eru í fyrsta sinn í fallsæti síðan að þeir töpuðu fyrir Fjölni í 1. umferðinni 2014. *Þriðja árið í röð sem Víkingur og Valur gera jafntefli í Fossvoginum og annað árið í röð sem Víkingar jafna. *Fyrsta sinn í þrjú ár sem Haukur Páll Sigurðsson skorar tveimur deildarleikjum í röð eða síðan að hann skoraði í tveimur fyrstu umferðunum 2013. *Markatala Þróttara í tveimur síðustu leikjum sínum á móti Breiðabliki í efstu deild er +6 (6-0). *Blikar náðu í 10 stig af 12 mögulegum á móti nýliðunum í fyrra en geta nú í mesta lagi náð 6 stigum á móti nýliðunum í ár. *6 af 9 deildarmörkum Dion Acoff fyrir Þróttara í Pepsi-deild (2) og 1. deild (4) hafa komið á Þróttaravellinum í Laugardal. *Fyrsta mark Indriða Sigurðssonar í efstu deild á Íslandi og það kom í hans 29. deildarleik fyrir KR. *Stjörnuliðið var búið að skora 9 mörk í röð án þess að mótherjar þeirra höfðu náð að svara fyrir sig þegar Indriði Sigurðsson jafnaði fyrir KR. *Á tveimur síðustu tímabilum sem KR-liðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjunum sínum hefur KR orðið Íslandsmeistari um haustið (2011 og 2013).Steven Lennon skoraði seinna mark FH í sigrinum á Fjölni.vísir/vilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kolbeinn Tumi Daðason á Alvogen-vellinum: „Yfirferðin á Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar, er mikil. Eina mínútuna er hann með keilu í hönd, þá næstu grýtir hann boltum til Garðbæinga. Stjarnan væri ekkert án Dúllunnar, það er bara þannig.“Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli: „Ertu að dæma í fyrsta skipti?!“ gargar einhver snillingur úr stúkunni. Gunnar er reyndar að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld svo ég svari spurningunni.“Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika: „Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis ekki ánægður hér á hliðarlínunni. Ívar flautaði aukaspyrnu sem allir héldu að Fjölnismenn væru að fá. En þá var dæmt brot á gestina. Ég viðurkenni að ég veit ekki alveg hvernig Ívar Orri fékk þetta út.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Haukur Páll Sigurðsson, Val 8 Einar Hjörleifsson, Víkingi Ó. 8 William Dominguez da Silva, Víkingi Ó. 8 Pablo Punyed, ÍBV 8 Mikkel Maigaard, ÍBV 8 Dion Jeremy Acoff, Þrótti 8 Trausti Sigurbjörnsson, Þrótti 8 Víðir Þorvarðarson, Fylki 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki 2Umræðan á #pepsi365Er þessi markmannsbúningur hjá Fylki eitthvað grín? #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 16, 2016@eyjamenn flottir á meðan Fylkir virðist bara sætta sig við að fá að leika með, fá skóflur og fötur næst #sandkassinn#pepsi365#fotboltinet — Bjarki Hjálmarsson (@bhjalmars) May 16, 2016Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani#pepsi365 — Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365#fotboltinet — Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016Hvað ætli Ejub geti afrekað með Víking Ó. ef þeir fá einhvern tímann alvöru æfingaaðstöðu? #pepsi365 — Árni Freyr Helgason (@arnifreyr8) May 16, 2016Kona frá Vestmannaeyjum býður góðan daginn! #WTF. #pepsi365 þau eru samt vinir. :-) pic.twitter.com/mkIhnj0g1q — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 17, 2016Tveir góðir meta byrjunarliðin. #pepsi365pic.twitter.com/J8e4ro4rOs — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 17, 2016Allir íslenskir leikmenn KR í byrjunarliðinu eru fyrrverandi atvinnumenn! #pepsi365 — Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 17, 2016Einhver gæti þurft að gefa Kerr svona eins og eina harpix dollu #sloppy#pepsi365 — Birgir H. Stefánsson (@BHStefansson) May 17, 2016Bamm! Velkominn til leiks Ólafur Kristjánsson. #pepsi365 — Daníel Rúnarsson (@danielrunars) May 17, 2016Svo fáranlega gott tv að sjá Óla Kristjáns fara yfir taktisk atriði. #pepsi365 — Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) May 17, 2016Óánægður með klæðaburð Gústa Gylfa. Var alltaf sharp í fyrra en mætir núna í æfingagallanum. Gula peysan var betri #pepsi365 — Hávarr Hermóðsson (@havarr) May 17, 2016Mark 4. umferðar Atvik 4. umferðar Markasyrpa 4. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira