Tekjur af auðlindum í velferð Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. maí 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera.Útboð aflaheimilda Til að fá fullt verð fyrir veiðileyfi eigum við að bjóða út aflaheimildir. Opinbert útboð er skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af auðlindinni til þjóðarinnar. Útboð myndi draga fram sanngjarna samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtækin væru reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð. Í dag geta þeir sem fá úthlutaðan kvóta stungið fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja kvóta til þriðja aðila. Það er óþolandi að horfa upp á slík viðskipti og bera þau saman við það lága veiðigjald sem nú rennur í ríkissjóð. Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 kr. fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða, á meðan ríkið heimtir aðeins 13 kr. í veiðigjald. Sérfræðingar hafa bent á að með vel útfærðu útboði gætu stjórnvöld náð fram öllum þeim markmiðum sem þau setja sér fyrirfram, s.s. skiptingu á milli skipaflokka, landsvæða og nýliðunar. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni og það er hægt að taka strax skref í rétta átt. Ég legg til að við tökum slíkt skref á næsta fiskveiðiári. Þorskveiðikvótinn var aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári um 21 þúsund tonn og mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til að kvótinn verði enn aukinn á næsta fiskveiðiári. Ef Hafrannsóknastofnun gerir tillögu um viðbótartonn umfram þorskkvóta fiskveiðiársins 2015/2016 þá ættum við að bjóða þau út til hæstbjóðenda. Með því fengist reynsla í framkvæmd útboða af þessu tagi ásamt markaðsverði aflaheimilda. Nú þegar bjóðum við út leyfi til nýtingar á útblástursheimildum, fjarskiptatíðnisviðum, sérleyfum í flugi og rekstri hópferðabíla og þá reynslu má nýta.Skattaafsláttur til ferðamanna Álag vegna fjölda ferðamanna hefur aukist mikið og haft áhrif á t.d. vegi landsins, löggæsluna, heilsugæsluna og sjúkraflutninga, að ekki sé minnst á fjölsóttar náttúruperlur. Ferðaþjónustan hefur skilað góðum gjaldeyristekjum með auknum ferðamannastraumi en nú er svo komið að eitthvað verður undan að láta. Ef innviðir verða ekki efldir þá er hætt við að dragi úr áhuga ferðamanna á að koma hingað og kostnaður vegna mikilla fjárfestinga falli á almenning. Núverandi ástand bitnar að sjálfsögðu einnig á þjónustu við íbúa landsins. Besta leiðin til að fá með einföldum hætti auknar tekjur af ferðamönnum er að færa virðisaukaskatt fyrir gistingu og afþreyingu úr lægra þrepi í almennt þrep. Ferðamenn eiga ekki að fá afslátt af neyslusköttum og þessi ört vaxandi atvinnugrein á ekki að búa við annað rekstrarumhverfi en önnur fyrirtæki í landinu. Gisting og afþreying bera nú 11% virðisaukaskatt eins og t.d. matvæli, orka og bækur. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24%. Það merkir að allar vörur og þjónusta bera 24% virðisaukaskatt nema að um sérstaka undantekningu sé að ræða. Nú þegar innviðir landsins eru að molna undan álagi á alls ekki að gefa ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum.Sanngjarnt orkuverð Við ættum að hefja strax undirbúning fyrir stofnun uppboðsmarkaðar á raforku á Íslandi. Norðmenn hafa fyrir löngu stigið það skref að leggja auðlindarentuskatt á orkufyrirtækin sem nýta náttúruauðlindir þeirra. Til að slíkt megi verða hér á landi þarf fyrst að tryggja gegnsæi í verðmyndun á raforku. Nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál um raforkusölu þar sem verðið ræðst af uppboðsmarkaði í Noregi er jákvæð vísbending um að aukið gegnsæi sé að færast í verðmyndun á raforku hér á landi. Ef við sem samfélag fáum sanngjarnar tekjur af öllum okkar auðlindum getum við auðveldlega haldið uppi öflugu og ókeypis heilbrigðis- og menntakerfi. Það er réttlætismál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera.Útboð aflaheimilda Til að fá fullt verð fyrir veiðileyfi eigum við að bjóða út aflaheimildir. Opinbert útboð er skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af auðlindinni til þjóðarinnar. Útboð myndi draga fram sanngjarna samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtækin væru reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð. Í dag geta þeir sem fá úthlutaðan kvóta stungið fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja kvóta til þriðja aðila. Það er óþolandi að horfa upp á slík viðskipti og bera þau saman við það lága veiðigjald sem nú rennur í ríkissjóð. Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 kr. fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða, á meðan ríkið heimtir aðeins 13 kr. í veiðigjald. Sérfræðingar hafa bent á að með vel útfærðu útboði gætu stjórnvöld náð fram öllum þeim markmiðum sem þau setja sér fyrirfram, s.s. skiptingu á milli skipaflokka, landsvæða og nýliðunar. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni og það er hægt að taka strax skref í rétta átt. Ég legg til að við tökum slíkt skref á næsta fiskveiðiári. Þorskveiðikvótinn var aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári um 21 þúsund tonn og mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til að kvótinn verði enn aukinn á næsta fiskveiðiári. Ef Hafrannsóknastofnun gerir tillögu um viðbótartonn umfram þorskkvóta fiskveiðiársins 2015/2016 þá ættum við að bjóða þau út til hæstbjóðenda. Með því fengist reynsla í framkvæmd útboða af þessu tagi ásamt markaðsverði aflaheimilda. Nú þegar bjóðum við út leyfi til nýtingar á útblástursheimildum, fjarskiptatíðnisviðum, sérleyfum í flugi og rekstri hópferðabíla og þá reynslu má nýta.Skattaafsláttur til ferðamanna Álag vegna fjölda ferðamanna hefur aukist mikið og haft áhrif á t.d. vegi landsins, löggæsluna, heilsugæsluna og sjúkraflutninga, að ekki sé minnst á fjölsóttar náttúruperlur. Ferðaþjónustan hefur skilað góðum gjaldeyristekjum með auknum ferðamannastraumi en nú er svo komið að eitthvað verður undan að láta. Ef innviðir verða ekki efldir þá er hætt við að dragi úr áhuga ferðamanna á að koma hingað og kostnaður vegna mikilla fjárfestinga falli á almenning. Núverandi ástand bitnar að sjálfsögðu einnig á þjónustu við íbúa landsins. Besta leiðin til að fá með einföldum hætti auknar tekjur af ferðamönnum er að færa virðisaukaskatt fyrir gistingu og afþreyingu úr lægra þrepi í almennt þrep. Ferðamenn eiga ekki að fá afslátt af neyslusköttum og þessi ört vaxandi atvinnugrein á ekki að búa við annað rekstrarumhverfi en önnur fyrirtæki í landinu. Gisting og afþreying bera nú 11% virðisaukaskatt eins og t.d. matvæli, orka og bækur. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24%. Það merkir að allar vörur og þjónusta bera 24% virðisaukaskatt nema að um sérstaka undantekningu sé að ræða. Nú þegar innviðir landsins eru að molna undan álagi á alls ekki að gefa ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum.Sanngjarnt orkuverð Við ættum að hefja strax undirbúning fyrir stofnun uppboðsmarkaðar á raforku á Íslandi. Norðmenn hafa fyrir löngu stigið það skref að leggja auðlindarentuskatt á orkufyrirtækin sem nýta náttúruauðlindir þeirra. Til að slíkt megi verða hér á landi þarf fyrst að tryggja gegnsæi í verðmyndun á raforku. Nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál um raforkusölu þar sem verðið ræðst af uppboðsmarkaði í Noregi er jákvæð vísbending um að aukið gegnsæi sé að færast í verðmyndun á raforku hér á landi. Ef við sem samfélag fáum sanngjarnar tekjur af öllum okkar auðlindum getum við auðveldlega haldið uppi öflugu og ókeypis heilbrigðis- og menntakerfi. Það er réttlætismál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar