„Úrslitin standa“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 15:03 Jamala hafði sigur í Eurovision með samanlögðum stigum frá dómnefndum og áhorfendum. Rússinn Sergey Lazarev hlaut flest stig frá áhorfendum en Ástralinn Dami Im hlaut flest stig frá dómnefndum. Vísir/Getty Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06