Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2016 20:06 Það var vilji dönsku dómnefndarinnar að Dama Im fengi tólf stig en fyrir mistök fékk Jamala stigin tólf. vísir/epa/epa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn. Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn.
Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46