Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2016 20:06 Það var vilji dönsku dómnefndarinnar að Dama Im fengi tólf stig en fyrir mistök fékk Jamala stigin tólf. vísir/epa/epa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn. Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn.
Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46