Fótbolti

Haukur Heiðar á skotskónum í nágrannaslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson. vísir/getty
Haukur Heiðar Hauksson, landsliðsbakvörður í fótbolta, var á skotskónum í sigri AIK gegn erkifjendum sínum í Djurgården í Stokkhólmsslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Haukur Heiðar skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Stefan Ishizaki en gestirnir náðu ekki að koma inn marki á Vinavöllum í kvöld.

Þessi lið eru miklir erkifjendur og hefur þurft að stöðva og fresta leikjum liðsins vegna slagsmála og óeirða áhorfenda. Sigur í þessum leikjum skiptir liðin miklu máli.

Sigur AIK kom liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar en það er með 15 stig, sex stigum á eftir meisturum Norrköping sem eru á toppnum með 21 stig.

Haukur Heiðar var í síðustu viku valinn í landsliðshópinn sem fer með Íslandi á EM í Frakklandi í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×