Mikkel Maigaard, danski framherjinn í röðum ÍBV, kom Eyjamönnum í 1-0 í leik gegn Fylki á Flórídana-vellinum í Árbænum í dag.
Markið var hreint ótrúlegt en hann þrumaði boltanum hægra megin úr teignum, utanfótar með hægri fæti í stöngina fjær og inn.
Óhætt er að setja stórt spurningamerki við Lewis Ward, hinn 19 ára gamla markvörð Fylkis sem kom til liðsins frá Reading og ver mark liðsins fram til loka júní.
Þetta ótrúlega mark má sjá hér að ofan.
Sjáðu ótrúlegt mark Maigaard gegn Fylki
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-3 | Eyjamenn gengu frá stigalausu Fylkisliði | Sjáðu mörkin
Eyjamenn unnu frábæran sigur á Fylki, 3-0, í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum.