Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-3 | Eyjamenn gengu frá stigalausu Fylkisliði | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson á Flórídana-vellinum skrifar 16. maí 2016 18:45 Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn. vísir/anton brink Eyjamenn unnu frábæran sigur á Fylki, 3-0, í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum. Fylkismenn eru enn ekki komnir með stig í deildinni eftir fjóra leiki og situr liðið í botnsæti deildarinnar. Það voru þeir Mikkel Maigaard, Sindri Snær Magnússon og Sigurður Grétar Benónýsson sem gerðu mörk ÍBV í kvöld en liðið er komið með sjö stig í deildinni eftir fjórar umferðir. Fylkismenn líta hreint skelfilega út þessa dagana og þarf liðið í allsherjar naflaskoðun.Af hverju vann ÍBV?Liðið kom tilbúið til leiks, alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru miklu betri aðilinn í þessum fótboltaleik og það er skemmst frá því að segja að Fylkismenn voru skelfilegir. Það var greinilega uppleggið hjá Eyjamönnum að pressa stíft á Fylkismenn strax frá fyrstu mínútu leiksins og koma þeim í opna skjöldu. Það gekk eftir og náði liðið að skora tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Vængmennirnir hjá Eyjamönnum er virkilega öflugir, snöggir og erfitt er að ráða við þá. Þar má sérstaklega nefna Mikkel Maigaard og Aron Bjarnason, leikmenn sem gera Eyjaliðið virkilega hættulegt framá við.Þessir stóðu upp úrMikkel Maigaard var frábær í liði ÍBV og bar uppi sóknarleik liðsins. Inni á miðjunni er Pablo Punyed virkilega sterkur og með mjög góða nærveru, heldur ró og dreifir boltanum vel. Aftast í liði ÍBV eru þeir Hafsteinn Briem og Avni Pepa og virka þeir mjög vel saman og mynda vörn Eyjamanna þéttingsfast saman.Hvað gekk illa?Fylkisliðið gekk illa, í raun allt sem leikmenn liðsins gerðu í kvöld var illa gert. Í varnarleiknum verða þeir appelsínugulu að halda miklu meiri einbeitingu og hleypa ekki inn svona auðveldum mörkum frá andstæðingnum. Sóknarlega verður að fara fram algjör naflaskoðun. Leikmenn liðsins taka oft á tíðum upp á því að reyna gera hlutina upp á eigin spýtur og það gengur aldrei í fótbolta, það er liðsíþrótt.Hvað gerist næst?Fylkismenn eiga erfiðan leik við Skagamenn á Akranesi í næstu umferð og þann leik verður liðið að vinna, og ekkert minna en það. Eyjamenn mæta Víkingi Reykjavík í mjög erfiðum leik og má búast við Víkingum í miklum ham eftir nokkuð erfiða byrjun hjá liðinu. Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínirHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/valli„Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru. Bjarni: Ætluðum okkur að byrja strax í pressu og það heppnaðist fullkomlegaBjarni Jóhannsson.VÍSIR/ERNIR„Þetta var bara frammúrskarandi frammistaða hjá mínu liði í kvöld,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Leikmenn sýndu bara frábært hugafar og við komum vel inn í þennan leik. Við vorum ferskir og létum boltann ganga mjög vel á milli manna. Leikmenn liðsins vildu alltaf vera með boltann og við höfðum bara tögl á haldi á þessum leik nánast allan tímann.“ Bjarni segir að liðið hafi ætlað sér að koma Fylkismönnum dálítið á óvart í kvöld og pressa strax á þá. „Það var markmiðið að þjarma verulega að þeim og vera mjög ákveðnir á þeirra vallarhelmingi og það tókst fullkomlega í byrjun leiks.“ Hann segist vera nokkuð sáttur með upphafið á þessu móti. „Við erum komnir með sjö stig af tólf mögulegum. Ég verð að vera nokkuð sáttur með það en við erum búnir að tapa þremur stigum á þessum móti og það er búið að stela af okkur tveimur.“ Albert: Sóknarleikur okkar fyrirsjáanlegurAlbert Ingason í fyrsta leik Fylkis í sumar.vísir/ernir„Þetta er ekki sú staða sem við vildum vera í eftir fjórar umferðir,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherjir Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við þurfum allir að líta í eigin barm og fara rífa okkur upp ef ekki á illa að fara. Mörkin sem við erum að fá á okkur eru alltaf fáránlega ódýr og barnaleg og þar verður við að halda mun meiri einbeitingu.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi enn fulla trú á hópnum en þeir þurfi að fara gera miklu betur í leikjunum. „Uppspilið hjá liðinu er ekki að ganga alveg nægilega vel og það gerir okkur erfitt fyrir, ef við ætlum að skora einhver mörk. Þetta er kannski fyrirsjáanlegt og lítil hreyfing á okkur öllum. Svo vantar að gera betur í þessum úrslitasendingum.“ Sindri: Þessi djúpi miðjumaður hugsaði með sér að fara inn í teig„Ég get ekki verið neitt annað en mjög ánægður með okkur eftir þennan leik. Við skorum snemma tvö mörk og eftir það var þetta í raun bara búið,“ segir Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. „Þeir komu í raun aldrei almennilega til baka eftir þessi mörk, sem var bara mjög jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir að hópurinn hafi talað um það í morgun að fyrstu fimmtán mínútur leiksins væru mjög mikilvægar og við ætluðum að mæta grimmir alveg frá fyrstu mínútu. Sindri skoraði eitt mark í kvöld „Ég gaf bara á Mikkel sem átti skot á markið. Markvörðurinn varði boltann út í teig og einhvern veginn hugsaði þessi djúpi miðjumaður að fara inn í teig, sem betur fer.“Mikkel Maigaard kemur ÍBV í 0-1: Sindri Snær Magnússon kemur ÍBV í 0-2: Sigurður Grétar Benónýsson kemur ÍBV í 0-3: Vísir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Eyjamenn unnu frábæran sigur á Fylki, 3-0, í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum. Fylkismenn eru enn ekki komnir með stig í deildinni eftir fjóra leiki og situr liðið í botnsæti deildarinnar. Það voru þeir Mikkel Maigaard, Sindri Snær Magnússon og Sigurður Grétar Benónýsson sem gerðu mörk ÍBV í kvöld en liðið er komið með sjö stig í deildinni eftir fjórar umferðir. Fylkismenn líta hreint skelfilega út þessa dagana og þarf liðið í allsherjar naflaskoðun.Af hverju vann ÍBV?Liðið kom tilbúið til leiks, alveg frá fyrstu mínútu. Eyjamenn voru miklu betri aðilinn í þessum fótboltaleik og það er skemmst frá því að segja að Fylkismenn voru skelfilegir. Það var greinilega uppleggið hjá Eyjamönnum að pressa stíft á Fylkismenn strax frá fyrstu mínútu leiksins og koma þeim í opna skjöldu. Það gekk eftir og náði liðið að skora tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Vængmennirnir hjá Eyjamönnum er virkilega öflugir, snöggir og erfitt er að ráða við þá. Þar má sérstaklega nefna Mikkel Maigaard og Aron Bjarnason, leikmenn sem gera Eyjaliðið virkilega hættulegt framá við.Þessir stóðu upp úrMikkel Maigaard var frábær í liði ÍBV og bar uppi sóknarleik liðsins. Inni á miðjunni er Pablo Punyed virkilega sterkur og með mjög góða nærveru, heldur ró og dreifir boltanum vel. Aftast í liði ÍBV eru þeir Hafsteinn Briem og Avni Pepa og virka þeir mjög vel saman og mynda vörn Eyjamanna þéttingsfast saman.Hvað gekk illa?Fylkisliðið gekk illa, í raun allt sem leikmenn liðsins gerðu í kvöld var illa gert. Í varnarleiknum verða þeir appelsínugulu að halda miklu meiri einbeitingu og hleypa ekki inn svona auðveldum mörkum frá andstæðingnum. Sóknarlega verður að fara fram algjör naflaskoðun. Leikmenn liðsins taka oft á tíðum upp á því að reyna gera hlutina upp á eigin spýtur og það gengur aldrei í fótbolta, það er liðsíþrótt.Hvað gerist næst?Fylkismenn eiga erfiðan leik við Skagamenn á Akranesi í næstu umferð og þann leik verður liðið að vinna, og ekkert minna en það. Eyjamenn mæta Víkingi Reykjavík í mjög erfiðum leik og má búast við Víkingum í miklum ham eftir nokkuð erfiða byrjun hjá liðinu. Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínirHermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/valli„Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru. Bjarni: Ætluðum okkur að byrja strax í pressu og það heppnaðist fullkomlegaBjarni Jóhannsson.VÍSIR/ERNIR„Þetta var bara frammúrskarandi frammistaða hjá mínu liði í kvöld,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Leikmenn sýndu bara frábært hugafar og við komum vel inn í þennan leik. Við vorum ferskir og létum boltann ganga mjög vel á milli manna. Leikmenn liðsins vildu alltaf vera með boltann og við höfðum bara tögl á haldi á þessum leik nánast allan tímann.“ Bjarni segir að liðið hafi ætlað sér að koma Fylkismönnum dálítið á óvart í kvöld og pressa strax á þá. „Það var markmiðið að þjarma verulega að þeim og vera mjög ákveðnir á þeirra vallarhelmingi og það tókst fullkomlega í byrjun leiks.“ Hann segist vera nokkuð sáttur með upphafið á þessu móti. „Við erum komnir með sjö stig af tólf mögulegum. Ég verð að vera nokkuð sáttur með það en við erum búnir að tapa þremur stigum á þessum móti og það er búið að stela af okkur tveimur.“ Albert: Sóknarleikur okkar fyrirsjáanlegurAlbert Ingason í fyrsta leik Fylkis í sumar.vísir/ernir„Þetta er ekki sú staða sem við vildum vera í eftir fjórar umferðir,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherjir Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við þurfum allir að líta í eigin barm og fara rífa okkur upp ef ekki á illa að fara. Mörkin sem við erum að fá á okkur eru alltaf fáránlega ódýr og barnaleg og þar verður við að halda mun meiri einbeitingu.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi enn fulla trú á hópnum en þeir þurfi að fara gera miklu betur í leikjunum. „Uppspilið hjá liðinu er ekki að ganga alveg nægilega vel og það gerir okkur erfitt fyrir, ef við ætlum að skora einhver mörk. Þetta er kannski fyrirsjáanlegt og lítil hreyfing á okkur öllum. Svo vantar að gera betur í þessum úrslitasendingum.“ Sindri: Þessi djúpi miðjumaður hugsaði með sér að fara inn í teig„Ég get ekki verið neitt annað en mjög ánægður með okkur eftir þennan leik. Við skorum snemma tvö mörk og eftir það var þetta í raun bara búið,“ segir Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. „Þeir komu í raun aldrei almennilega til baka eftir þessi mörk, sem var bara mjög jákvætt fyrir okkur.“ Hann segir að hópurinn hafi talað um það í morgun að fyrstu fimmtán mínútur leiksins væru mjög mikilvægar og við ætluðum að mæta grimmir alveg frá fyrstu mínútu. Sindri skoraði eitt mark í kvöld „Ég gaf bara á Mikkel sem átti skot á markið. Markvörðurinn varði boltann út í teig og einhvern veginn hugsaði þessi djúpi miðjumaður að fara inn í teig, sem betur fer.“Mikkel Maigaard kemur ÍBV í 0-1: Sindri Snær Magnússon kemur ÍBV í 0-2: Sigurður Grétar Benónýsson kemur ÍBV í 0-3: Vísir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira