Fótbolti

Suarez sá fyrsti í sjö ár til að taka gullskóinn af Ronaldo og Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez getur verið ánægður með tímabilið hjá sjálfum sér.
Suarez getur verið ánægður með tímabilið hjá sjálfum sér. vísir/getty
Luis Suarez hlaut gullskóinn á Spáni, en hann tryggði sér titilinn með því að skora þrennu gegn Granada í dag.

Suarez skoraði samtals 40 mörk í leikjunum 38 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði 14 mörk í síðustu fimm leikjunum.

Úrúgvæinn endaði fimm mörkum fyrir ofan Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Real Madrid, en hann vann titilinn í fyrra

Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem Ronaldo eða Lionel Messi vinna ekki þennan titil, en síðastur til að vinna þennan titilin fyrir utan þá tvo var Diego Forlan.

Messi endaði í þriðja sætinu með 26 mörk, en Suarez hefur skorað 60 mörk í 52 leikjum á tímabilinu í þessu magnaða liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×