Arnar: Ég var tiltölulega þægur í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:50 Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag. vísir/vilhelm "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
"Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15