Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 22:27 Felix Bergsson er úti í Stokkhólmi á vegum RÚV. Vísir/Getty „Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag. Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag.
Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46
Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15