Lífið

Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Seinni undankeppni Eurovision er nú lokið.
Seinni undankeppni Eurovision er nú lokið. Vísir/Getty
Seinni undankeppni Eurovision sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð lauk í kvöld. Þar tryggðu tíu þjóðir sér áframhaldandi þátttöku í úrslitunum sem fram fer á laugardag. Þær bætast við þær 16 þjóðir sem þegar eiga tryggt sæti í úrslitum.

Þjóðirnar sem komust áfram í kvöld eru; Lettland, Georgía, Búlgaría, Ástralía, Úkraína, Serbía, Pólland, Ísrael, Litháen og Belgía.

Á þriðjudagskvöldið komust Ungverjaland, Króatía, Holland, Armenía, Rússland, Tékkland, Kýpur, Austurríki, Aserbaísjan og Malta áfram.

Sigurvegararnir frá því í fyrra, Svíþjóð, þurftu auðvitað ekki að taka þátt í undankeppninni í ár og fara beint í úrslitin.

Nokkrar þjóðir til viðbótar þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni vegna reglugerðar keppnarinnar og fara alltaf beint í úrslit. Það eru Frakkland, Spánn, Bretland, Þýskaland og Ítalía.

Hvorki Noregur né Danmörk komust áfram sem þýðir að Svíþjóð er ein norðurlandaþjóða í úrslitum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×