Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. maí 2016 15:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Daníel Verkefnastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um sérstakt máltækniverkefni sem stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um það hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. „Þetta snýst ekki bara um varðveislu menningararfs,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta mun skipta máli upp á samkeppni, samkeppnisforskot okkar og okkar tæknifyrirtækja, upp á að geta sinnt þjónustu í gegnum talmál.“Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsSamtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og fjármálafyrirtækjum ýmsum, hafa safnað fimm milljónum króna á móti öðrum fimm milljónum frá stjórnvöldum til þess að hægt sé að vinna aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða fyrir íslenska máltækni til næstu ára. Þorgerður gegndi sem kunnugt er starfi menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún kveðst þó enginn sérfræðingur í málefnum íslenskrar máltækni.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/Getty„Ég er ekki mjög vitur í þessu, en maður er búinn að vera að hlusta á þessa sérfræðinga,“ segir Þorgerður. „Þeir segja að innan skamms verði lyklaborð eiginlega orðin fátíð. Við munum, liggur við, tala við ísskápinn okkar og biðja um mjólk. Þá er betra að hann skilji að þú viljir mjólk en ekki kæfu.“Líkt og Vísir hefur fjallað um, vilja ýmsir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli. Nýlegar aðgerðaáætlanir hafa verið unnar af sérfræðingum á sviði máltækni og hefur það verið gagnrýnt að næstu mánuðum skuli varið í að vinna aðra slíka í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlun frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Þorgerður segir ráðningu verkefnisstjóra, Kolbeins Björnssonar, og undirbúningsvinnu hans bara fyrsta skrefið. Hún tekur undir með ráðamönnum á borð við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra sem segja verkefnið gríðarlega mikilvægt. „Við höfum ennþá tíma, við sitjum ekki eftir, og við getum náð öðrum löndum og gott betur.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Verkefnastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um sérstakt máltækniverkefni sem stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um það hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. „Þetta snýst ekki bara um varðveislu menningararfs,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta mun skipta máli upp á samkeppni, samkeppnisforskot okkar og okkar tæknifyrirtækja, upp á að geta sinnt þjónustu í gegnum talmál.“Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsSamtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og fjármálafyrirtækjum ýmsum, hafa safnað fimm milljónum króna á móti öðrum fimm milljónum frá stjórnvöldum til þess að hægt sé að vinna aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða fyrir íslenska máltækni til næstu ára. Þorgerður gegndi sem kunnugt er starfi menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún kveðst þó enginn sérfræðingur í málefnum íslenskrar máltækni.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/Getty„Ég er ekki mjög vitur í þessu, en maður er búinn að vera að hlusta á þessa sérfræðinga,“ segir Þorgerður. „Þeir segja að innan skamms verði lyklaborð eiginlega orðin fátíð. Við munum, liggur við, tala við ísskápinn okkar og biðja um mjólk. Þá er betra að hann skilji að þú viljir mjólk en ekki kæfu.“Líkt og Vísir hefur fjallað um, vilja ýmsir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli. Nýlegar aðgerðaáætlanir hafa verið unnar af sérfræðingum á sviði máltækni og hefur það verið gagnrýnt að næstu mánuðum skuli varið í að vinna aðra slíka í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlun frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Þorgerður segir ráðningu verkefnisstjóra, Kolbeins Björnssonar, og undirbúningsvinnu hans bara fyrsta skrefið. Hún tekur undir með ráðamönnum á borð við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra sem segja verkefnið gríðarlega mikilvægt. „Við höfum ennþá tíma, við sitjum ekki eftir, og við getum náð öðrum löndum og gott betur.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30