Þar hitti Greta Salóme fyrir einn harðasta aðdáanda sinn sem brast í grát þegar hún fékk loksins að hitta Gretu Salóme og var sannarlega svekkt yfir því að hún komst ekki áfram upp úr undanriðlinum síðastliðið þriðjudagskvöld.
Um er að ræða konu frá Ungverjalandi sem hefur verið í samskiptum við Gretu í gegnum samfélagsmiðla frá því Greta vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar síðastliðnum.
Konan gaf Gretu gjafir á Hard Rock í gær og fór svo að Greta Salóme dró hana upp á svið til að þakka henni fyrir stuðninginn.