Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:20 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. „Forseti er handhafi löggjafarvalds í landinu og á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því að Alþingi mælist með svona lítið traust. Hvað þurfum við að gera? Eitt sjálfsagt mál og einfalt er að breyta þingsköpum,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að sú breyting sem gerð hafi verið á þingsköpum árið 2009 hafi ekki reynst breyting til batnaðar. „Umræður um fundarstjórn forseta. Kannist þið við þetta? Þetta er til í öðrum ríkjum en þetta er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars staðar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?“ Málþófið eins og það hefur þróast er vopn minnihlutans til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að ráða. Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni. Hann sagði að þetta væri mál sem forseti gæti beitt sér fyrir með óbeinum, og jafnvel beinum hætti. „Hann getur reynt að breyta þessu með því að hvetja þingmenn til þess að taka sér nú tak og benda á fordæmi annars staðar. [...] Við verðum að efla traust Alþingis en það er ekkert sem við getum notað og sagt „Þess vegna þurfum við sterkan forseta.“ Forsetinn á bara að hjálpa til.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56