Hildigunnur: Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:45 Hildigunnur Einarsdóttir. Vísir/Valli Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira