Lífið

Faðir Gretu sultuslakur: Mun tárast þegar hún stígur á svið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Pálsson er spenntur fyrir kvöldinu.
Stefán Pálsson er spenntur fyrir kvöldinu.
„Þetta kvöld leggst bara vel í mig og ég treysti henni fullkomlega,“ segir Stefán Pálsson, faðir Gretu Salóme, um kvöldið í kvöld.

Dóttir hans Greta Salóme Stefánsdóttir keppir í kvöld fyrir Íslands hönd í fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision sem fram fer í Stokkhólmi í Svíþjóð.

„Hún er svo vön að koma fram og veit alveg hvað hún er að gera. Ég er alveg sultuslakur og hef engar áhyggjur af þessu.“

Stefán segir að sem barn hafi Greta alltaf verið syngjandi út um allt, alveg frá byrjun. Hann segir að Greta hafi sent foreldrum sínum lagið áður en hún ákvað að taka þátt í keppninni.

„Það er alltaf sent demó á okkur og mamma hennar er meira kannski í þeim málum. Ég á eftir að vera mjög rólegur í kvöld þegar hún stígur á svið,“ segir Stefán sem er viss um það að það komi smá ryk í augun þegar hún stígur á svið. „Auðvitað er maður montinn, þó það nú væri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×