Þjálfarinn hans kallaði þessa frammistöðu fáránlega | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 13:30 Skvettubræðurnar Steph Curry og Klay Thompson í viðtali eftir leik. Þeir skoruðu saman 72 stig. Vísir/Getty Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016 NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016
NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira