NBA: LeBron sá fyrsti í fimmtíu ár sem fer í lokaúrslitin sex ár í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 03:25 LeBron James fagnar þvi að vera kominn í lokaúrslitin sjötta árið í röð. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira