Enski boltinn

Rashford aðeins 135 sekúndur að skora fyrsta landsliðsmarkið og Twitter fór á flug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford,
Marcus Rashford,
Marcus Rashford, hinn 18 ára gamli framherji Manchester United, var ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir enska landsliðið.

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, setti Marcus Rashford inn í byrjunarliðið fyrir vináttulandsleik á móti Ástralíu á Stadium of Light í kvöld.

Marcus Rashford skoraði á 3. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora í sínum fyrsta landsleik fyrir England en met Tommy Lawton hafði staðið frá árinu 1939.

Marcus Rashford skoraði tvö mörk í bæði fyrsta Evrópuleiknum og fyrsta deildarleiknum sínum með Manchester United og hann tók sér ekki langan tíma í að skora fyrsta markið sitt fyrir enska landsliðið.

Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur þegar boltinn datt fyrir hann eftir fyrirgjöf frá Raheem Sterling.

Á öllum þessum þremur vígstöðum, Evrópudeildinni, ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu skoraði strákurinn með sínu fyrsta skoti.

Marcus Rashford varð ennfremur með þessu marki þriðji yngsti markaskorari enska landsliðsins frá upphafi en hann er aðeins 18 ára og 208 daga gamall í dag.

Marcus Rashford er að berjast um sæti í lokahópi Englendinga á EM í Frakklandi en hann er einn af 26 sem berjast um 23 laus sæti. Liðið verður tilkynnt eftir leikinn og þetta mark kom sér því vel fyrir strákinn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur skemmtileg viðbrögð á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×