Svikin loforð menntamálaráðherra Guðríður Arnardóttir skrifar 25. maí 2016 11:32 Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar