Svikin loforð menntamálaráðherra Guðríður Arnardóttir skrifar 25. maí 2016 11:32 Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið launakostnað, stærð eða smæð skóla hefur áhrif sama skapi og verður launastikan að taka tillit til þess ef kerfið á að virka. Það gerir hún ekki eins og staðan er í dag. Launastika framhaldsskólanna er vægast sagt í algjöru rugli. Hún endurspeglar á engan hátt launakostnað og hefur í raun verið notuð til þess að þrengja að rekstri framhaldsskólanna. Framlög til skólanna hafa verið keyrð niður án þess að málefnaleg rök liggi þar til grundvallar sem réttlæta slíkt. Í kjarasamningum framhaldsskólakennara frá árinu 2014 var fjárhagsstaða framhaldsskólanna til umfjöllunar enda staðan þá löngu orðin með öllu óverjandi. Þá eins og nú var víða ekki hægt að skrapa saman fyrir rekstrargjöldum eins og rafmagnsreikningum. Við samningaborðið vorið 2014 var skilyrði af hálfu forystu framhaldsskólakennara, svo samningar tækjust, að endurskoða launastiku framhaldsskólanna enda töldum við ekki hægt að búa við það að fjárhagur framhaldsskólanna væri svo aðframkominn að ekki tækist að skrapa saman fyrir launum starfsfólks. Þótt fjármálaráðherra sé í raun samningsaðili við Kennarasamband Ísland af hálfu ríkisins er það auðvitað fagráðherrann sem ber ábyrgð á rekstri framhaldsskólanna. Og til að liðka fyrir samningum þá skrifaði menntamálaráðherra undir eftirfarandi bókun: Færa reiknilíkan framhaldsskóla í rétt horf með áherslu á að grunnbreytur endurspegli launakostnað sem réttast á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að endurskoðun reiknilíkansins verði lokið á fyrrihluta árs 2015. Félag framhaldsskólakennara hefur ítrekað spurt frétta af þessari endurskoðun reiknilíkansins en fátt verið um svör innan úr menntamálaráðuneytinu. Nú er ár liðið síðan þessari endurskoðun átti að vera lokið og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út 31. október næstkomandi. Hvaða faglega metnað hefur menntamálaráðherra fyrir hönd framhaldsskólans í landinu? Er það skipulögð leikflétta að horfa bara í hina áttina þegar framhaldsskólarnir geta ekki rekið sig með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur? Hvernig eigum við að treysta orðum ráðherra sem svíkur loforð og gerða samninga? Ég kalla eftir skýringum frá menntamálaráðherra um hvers vegna launastika framhaldsskólanna hefur ekki verið færð í rétt horf og hvers vegna rekstur skólanna er enn undir þolmörkum þrátt fyrir yfirlýsingar um að meginbreytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs eigi að bæta rekstrarniðurstöðu skólanna. Það dugar ekki að kenna fjármálaráðuneytinu um – ráðherra menntamála ber ábyrgð á sínum málaflokki og að tryggja honum fjármuni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí 2016
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar