„Svínið af Marseille“ ætlar að ráðast á saklausa múslima með Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 12:45 James Shayler. vísir/afp James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira