Fótbolti

Sjáðu 20 ára ferðasögu Eiðs Smára frá upphafi ferilsins til EM í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári er á leið á EM.
Eiður Smári er á leið á EM. mynd/skjáskot
Eiður Smári Guðjohnsen verður í eldlínunni með strákunum okkar á EM 2016 í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði.

Eiður Smári hefur upplifað margt og mikið á sínum ferli en hann varð tvívegis Englandsmeistari með Chelsea, Spánarmeistari með Barcelona og er eini Íslendingurinn sem unnið hefur Meistaradeildina.

Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins með 25 mörk í 84 leikjum og einn allra besti fótboltamaður í sögu þjóðarinnar.

Sem upphitun fyrir Evrópumótið rekur Eurosport feril okkar manns nánast frá fæðingu til dagsins í dag í skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan eða með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Eiður og félagar í 2. sæti

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar Molde vann 4-2 sigur á Strömsgodset á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Molde er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×