Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: „Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2016 00:08 Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Ísferð hins 14 ára gamla körfuboltakappa Júlíusar Orra Ágústssonar tók heldur betur óvænta stefnu í kvöld. Það sem átti að vera lauflétt ferð í ísbúðina Brynju í veðurblíðunni á Akureyri í kvöld endaði með því að Júlíus Orri spilaði einn á einn við bandarísku NBA körfubolta stjörnuna Jeremy Lin. „Ég ætlaði bara að fá mér ís,“ segir Júlíus Orri í samtali við Vísi um körfuboltaleikinn óvænta en Júlíus er sjálfur afar efnilegur körfuboltamaður og spilar körfubolta með Þór á Akureyri undir styrkri handleiðslu Benedikts Guðmundssonar þjálfara en Júlíus Orri er nýkrýndur tvöfaldur meistari með 9. flokki Þórs. Júlíus var í för með móður sinni, Guðrúnu Gísladóttir, við Brynju þegar hann rak augun í Jeremy Lin sem spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni. „Ég spurði mömmu hvort þetta væri örugglega hann en hún sagðist ekkert vita um það,“ segir Júlíus Orri sem var fljótur að vinda sér upp að Jeremy til þess að biðja um eiginhandaráritun. Það var auðsótt mál og var Júlíus Orri ansi kátur þegar mæðginin settust upp í bíl til þess að halda heim á leið. Jeremy Lin á meðan hann var á mála hjá New York Knicks.Vísir/GettyÞá skyndilega datt þeim í hug hvort að Jeremy væri ekki til í að taka einn leik við Jeremy. „Hann titraði allur og skalf og spenntist upp við tilhugsunina þannig að ég fór og spurði hann hvort hann væri til í að taka einn leik við Júlíus Orra,“ segir Guðrún. Það var minnsta mál og elti Jeremy og föruneyti hans þau heim þar sem Júlíus er með lítinn körfuboltavöll. Þar tókust þeir á, Júlíus Orri og Jeremy Lin og líkt sjá má á meðfylgjandi myndbandi var jafnfræði með þeim. „Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin. Báðir eru þeir leikstjórnendur og segir Júlíus Orri að upplifunin hafi verið ógleymanleg enda ekki á hverjum degi sem NBA-stjarna mætir á klakann og tekur léttan körfuboltaleik við upprennandi körfuboltastjörnu. Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum. Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar.
Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum