Ytri Evrópusamvinna gæti tekið við af ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Útganga Bretlands úr ESB hefur töluverð áhrif á Ísland þar sem Bretland er okkar nánasti viðskiptaaðili í Evrópu. Ef af henni verður mun vera minni áhugi á Íslandi fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið að mati stjórnmálafræðinga. Vísir/HörðurSveinsson Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira