Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 14:27 Stefán Van Stefánsson, þingmaður Framsóknar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Vísir/Anton Brink Fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Í tilkynningu frá flokknum segir að ljóst sé að nýfallinn dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu sem brýnt sé að eyða. Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti í síðustu viku. Var það niðurstaða bankans að bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Viðskiptabankarnir og fleiri lánastofnanir hafa á síðustu dögum brugðist við dómnum með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Í tilkynningu frá Framsókn segir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki – svokölluð CRR III reglugerð – muni hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda. „Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda,“ segir í tilkynningunni. Þarna er vísaði í tilkynningu Landsbankans frá í morgun þar sem greint var frá því að aðeins fyrstu kaupendur geri nú fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Landsbankinn greindi frá því að verðtryggð íbúðalán til fyrstu kaupenda verði veitt til tuttugu ára og verði á föstum vöxtum út lánstímann. Slík lán hafa lengi verið til allt að fjörutíu ára á Íslandi. Alþingi Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26 Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Í tilkynningu frá flokknum segir að ljóst sé að nýfallinn dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu sem brýnt sé að eyða. Ákveðnir skilmálar lána með breytilega vexti hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir í Hæstarétti í síðustu viku. Var það niðurstaða bankans að bankinn hefði aðeins mátt miða við stýrivexti Seðlabankans þegar hann ákvað breytingar á vöxtum lánanna. Viðskiptabankarnir og fleiri lánastofnanir hafa á síðustu dögum brugðist við dómnum með því að hætta tímabundið afgreiðslu ákveðinna lána en bæði Landsbankinn og Arion banki bíða niðurstöðu í sambærilegum málaferlum gegn þeim. Í tilkynningu frá Framsókn segir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki – svokölluð CRR III reglugerð – muni hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda. „Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda,“ segir í tilkynningunni. Þarna er vísaði í tilkynningu Landsbankans frá í morgun þar sem greint var frá því að aðeins fyrstu kaupendur geri nú fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega. Landsbankinn greindi frá því að verðtryggð íbúðalán til fyrstu kaupenda verði veitt til tuttugu ára og verði á föstum vöxtum út lánstímann. Slík lán hafa lengi verið til allt að fjörutíu ára á Íslandi.
Alþingi Vaxtamálið Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26 Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21. október 2025 12:26
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36