Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 | Höskuldur hetja Blika gegn KR | Sjáðu markið Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 22. maí 2016 22:15 Breiðablik náði að svara fyrir óvænt tap gegn Þrótti í síðustu umferð með mikilvægum 1-0 sigri á KR á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Blikar sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir eftir frábæra sókn á 35. mínútu. Skallaði þá Höskuldur Gunnlaugsson boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíði Kristjáni Ólafssyni. KR-ingar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en þeim gekk illa að skapa færi. Indriði Sigurðsson virtist hafa jafnað fyrir KR tuttugu mínútum fyrir leikslok en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu sem reyndist vera rangur dómur í endursýningu. KR-ingar reyndu að sækja eftir það en náðu ekki að ógna marki Gunnleifs Gunnleifssonar af neinni alvöru og lauk leiknum því með naumum 1-0 sigri Blika.Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir mættu bara grimmir inn í þennan leik og voru ákveðnir alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Það munaði kannski ekki miklu á liðunum í kvöld en spilið hjá þeim grænu á síðasta þriðjungi vallarins var bara mun markvissara og betra en hjá þeim svarthvítu. Oliver Sigurjónsson hélt ákveðnari ró inni á miðjunni hjá Breiðablik og reyndist það mjög mikilvægt upp á uppspil heimamanna. En allt hefst þetta í vörninni hjá Blikum og hún stóð sína plikt einfaldlega betur en hjá KR.Þessir stóðu upp úrDamir Muminovic og Oliver Sigurjónsson eru menn sem mynda ákveðna hryggjarsúlu liðs Breiðabliks ásamt Jonathan Glenn í framlínunni. Þeir tveir fyrrnefndu voru frábærir í kvöld. Damir var magnaður í vörn Blika og lítið sem ekkert fór í gegnum hann. Blikar hefðu jafnvel verið í vandræðum ef miðvörðurinn hefði ekki verið inná. Oliver Sigurjónsson var einnig frábær á miðjunni hjá Breiðablik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði flott mark sem skildi liðin að. Þessi menn stóðu upp úr. Hjá KR var Kennie Knak Chopart nokkuð sprækur og reyndi eins og hann gat að skapa eitthvað. Óskar Örn Hauksson var einnig flottur í liði KR í kvöld. Morten Beck Andersen kom inn á í síðari hálfleiknum og breytti nokkuð mikið gangi leiksins fyrir gestina í KR. Sóknarleikur liðsins varð betri og þeir hættulegri.Hvað gekk illa?KR-ingar verða að skoða spilið á síðasta þriðjungi vallarins og ná að tengja saman sendingar mun betur. Það vantaði alltaf upp á gæðin í lokasendingunni, þessari úrslitasendingu og lið eiga þá erfitt með að skora. Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður KR, hefur nú skoraði eitt mark í síðustu 14 leikjum KR í Pepsi-deildinni. Hann þarf einfaldlega að gera mun betur og henda sér í gang. Hólmbert kemur of mikið til baka, í stað þess að einbeita sér alfarið að því að vera upp á topp. Hann hefur ekki hraða, en hann hefur hæð, styrk og gæði fram á við. Hólmbert þarf að spila upp á sína styrkleika.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Valsmönnum í baráttunni um Reykjavík í næstu umferð og liðið verður einfaldlega að vinna þann leik ætli það sér að vera með í toppbaráttunni. Blikar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni. Það verður rosalegur leikur og getur Breiðablik þá heldur betur stimplað sig inn í toppbaráttuna. Arnar: Mjög feginn þegar ég sá flaggið uppiArnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/anton„Númer 1,2 og 3 var bara mikil barátta í mínum mönnum og skilaði það þessum sigri,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Menn voru staðráðnir í því að koma til baka eftir tapið á móti Þrótti og við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta yrði barningur. Völlurinn býður kannski ekki upp á mikið spil og voru KR-ingarnir meira með boltann en við en voru ekki að skapa sér mikið í kvöld.“ Arnar segist vera gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, alveg sama hvernig þau komu. „Í dag sköpuðum við okkur nokkur færi, sem við nýtum og það er kannski munurinn á leiknum í kvöld og á móti Þrótti í síðustu umferð.“ Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Indriði skoraði markið sem var dæmt af. „Ég sá bara boltann í markinu og var mjög feginn þegar ég sá línuvörðinn með flaggið uppi.“ Indriði: Þetta er auðvitað bara skandall en svona er þessi fótboltiIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR.vísir/ernir„Fyrst og fremst erum við betri stóran part af þessum leik og því er þetta hálfsúrt,“ segir Indriði Sigurðsson, nærum því markaskorari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum aðeins dampinn þegar við fáum á okkur markið og það á ekki að gerast, við eigum bara að núllstilla okkur og halda áfram.“ Indriði að liðið hafi ekki verið nægilega ákveðið í boxinu. „Fótbolti snýst um að skora mörk og það sýndi sig í dag. Þeir fá eitt færi og skora, og svo er spurning hvort þetta hafi verið rangstæða.“ Indriði fékk fréttir af því frá blaðamanni að þetta hafi í raun aldrei verið rangstæða. „Það er auðvitað bara skandall. Blikarnir fá eitt færi sem þeir skora úr og það er dæmt af okkur mark. Svona er samt þessi blessaði fótbolti.“ Bjarni: Getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég erBjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefán„Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera heilt yfir betra liðið fyrir utan þessa einu sókn sem þeir fá og skora úr,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum einbeitinguna í smá stund, og þeir skora. Annars eru við bara fínir í hálfleiknum. Það var erfitt við þá að eiga í seinni hálfleiknum. Þeir lögðust enn meira til baka og ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi.“ Bjarni sagðist hafa séð mark Indriða sem löglegt og var nokkuð hissa á dómnum. „Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er en ég græði lítið á því að kvarta undan því hér.“ Hann segist ekki vera ánægður með uppskeruna eftir fimm umferðir. Einn sigur og þrjú jafntefli. Oliver: Við vorum duglegri en KR-ingarnirOliver í leik með Blikum.Vísir/Anton„Þetta var mikill baráttusigur og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir slíkan leik,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við stóðumst prófið í kvöld og skoruðum einu marki meira en hinir. Við spiluðum ekkert betur í leiknum í kvöld en í leiknum á móti Þrótti, við bara nýtum færin.“ Hann segir að liðið hafi verið hörkuduglegt í kvöld og sérstaklega til baka. „Við vinnum þennan leik útaf því að við vorum bara duglegri en KR-ingar. Við verjum betur og sýnum karakter í okkar liði.“ Oliver segir að liðið hafi sýnt í kvöld að liðið ætli sér að vera í toppbaráttunni í kvöld. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik náði að svara fyrir óvænt tap gegn Þrótti í síðustu umferð með mikilvægum 1-0 sigri á KR á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Blikar sér upp í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. KR-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir eftir frábæra sókn á 35. mínútu. Skallaði þá Höskuldur Gunnlaugsson boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíði Kristjáni Ólafssyni. KR-ingar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en þeim gekk illa að skapa færi. Indriði Sigurðsson virtist hafa jafnað fyrir KR tuttugu mínútum fyrir leikslok en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu sem reyndist vera rangur dómur í endursýningu. KR-ingar reyndu að sækja eftir það en náðu ekki að ógna marki Gunnleifs Gunnleifssonar af neinni alvöru og lauk leiknum því með naumum 1-0 sigri Blika.Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir mættu bara grimmir inn í þennan leik og voru ákveðnir alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Það munaði kannski ekki miklu á liðunum í kvöld en spilið hjá þeim grænu á síðasta þriðjungi vallarins var bara mun markvissara og betra en hjá þeim svarthvítu. Oliver Sigurjónsson hélt ákveðnari ró inni á miðjunni hjá Breiðablik og reyndist það mjög mikilvægt upp á uppspil heimamanna. En allt hefst þetta í vörninni hjá Blikum og hún stóð sína plikt einfaldlega betur en hjá KR.Þessir stóðu upp úrDamir Muminovic og Oliver Sigurjónsson eru menn sem mynda ákveðna hryggjarsúlu liðs Breiðabliks ásamt Jonathan Glenn í framlínunni. Þeir tveir fyrrnefndu voru frábærir í kvöld. Damir var magnaður í vörn Blika og lítið sem ekkert fór í gegnum hann. Blikar hefðu jafnvel verið í vandræðum ef miðvörðurinn hefði ekki verið inná. Oliver Sigurjónsson var einnig frábær á miðjunni hjá Breiðablik og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði flott mark sem skildi liðin að. Þessi menn stóðu upp úr. Hjá KR var Kennie Knak Chopart nokkuð sprækur og reyndi eins og hann gat að skapa eitthvað. Óskar Örn Hauksson var einnig flottur í liði KR í kvöld. Morten Beck Andersen kom inn á í síðari hálfleiknum og breytti nokkuð mikið gangi leiksins fyrir gestina í KR. Sóknarleikur liðsins varð betri og þeir hættulegri.Hvað gekk illa?KR-ingar verða að skoða spilið á síðasta þriðjungi vallarins og ná að tengja saman sendingar mun betur. Það vantaði alltaf upp á gæðin í lokasendingunni, þessari úrslitasendingu og lið eiga þá erfitt með að skora. Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður KR, hefur nú skoraði eitt mark í síðustu 14 leikjum KR í Pepsi-deildinni. Hann þarf einfaldlega að gera mun betur og henda sér í gang. Hólmbert kemur of mikið til baka, í stað þess að einbeita sér alfarið að því að vera upp á topp. Hann hefur ekki hraða, en hann hefur hæð, styrk og gæði fram á við. Hólmbert þarf að spila upp á sína styrkleika.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Valsmönnum í baráttunni um Reykjavík í næstu umferð og liðið verður einfaldlega að vinna þann leik ætli það sér að vera með í toppbaráttunni. Blikar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni. Það verður rosalegur leikur og getur Breiðablik þá heldur betur stimplað sig inn í toppbaráttuna. Arnar: Mjög feginn þegar ég sá flaggið uppiArnar er þjálfari Breiðabliks.vísir/anton„Númer 1,2 og 3 var bara mikil barátta í mínum mönnum og skilaði það þessum sigri,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Menn voru staðráðnir í því að koma til baka eftir tapið á móti Þrótti og við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta yrði barningur. Völlurinn býður kannski ekki upp á mikið spil og voru KR-ingarnir meira með boltann en við en voru ekki að skapa sér mikið í kvöld.“ Arnar segist vera gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, alveg sama hvernig þau komu. „Í dag sköpuðum við okkur nokkur færi, sem við nýtum og það er kannski munurinn á leiknum í kvöld og á móti Þrótti í síðustu umferð.“ Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Indriði skoraði markið sem var dæmt af. „Ég sá bara boltann í markinu og var mjög feginn þegar ég sá línuvörðinn með flaggið uppi.“ Indriði: Þetta er auðvitað bara skandall en svona er þessi fótboltiIndriði Sigurðsson, fyrirliði KR.vísir/ernir„Fyrst og fremst erum við betri stóran part af þessum leik og því er þetta hálfsúrt,“ segir Indriði Sigurðsson, nærum því markaskorari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum aðeins dampinn þegar við fáum á okkur markið og það á ekki að gerast, við eigum bara að núllstilla okkur og halda áfram.“ Indriði að liðið hafi ekki verið nægilega ákveðið í boxinu. „Fótbolti snýst um að skora mörk og það sýndi sig í dag. Þeir fá eitt færi og skora, og svo er spurning hvort þetta hafi verið rangstæða.“ Indriði fékk fréttir af því frá blaðamanni að þetta hafi í raun aldrei verið rangstæða. „Það er auðvitað bara skandall. Blikarnir fá eitt færi sem þeir skora úr og það er dæmt af okkur mark. Svona er samt þessi blessaði fótbolti.“ Bjarni: Getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég erBjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefán„Í fyrri hálfleiknum fannst mér við vera heilt yfir betra liðið fyrir utan þessa einu sókn sem þeir fá og skora úr,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við missum einbeitinguna í smá stund, og þeir skora. Annars eru við bara fínir í hálfleiknum. Það var erfitt við þá að eiga í seinni hálfleiknum. Þeir lögðust enn meira til baka og ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi.“ Bjarni sagðist hafa séð mark Indriða sem löglegt og var nokkuð hissa á dómnum. „Þú getur rétt ímyndað þér hversu svekktur ég er en ég græði lítið á því að kvarta undan því hér.“ Hann segist ekki vera ánægður með uppskeruna eftir fimm umferðir. Einn sigur og þrjú jafntefli. Oliver: Við vorum duglegri en KR-ingarnirOliver í leik með Blikum.Vísir/Anton„Þetta var mikill baráttusigur og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir slíkan leik,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við stóðumst prófið í kvöld og skoruðum einu marki meira en hinir. Við spiluðum ekkert betur í leiknum í kvöld en í leiknum á móti Þrótti, við bara nýtum færin.“ Hann segir að liðið hafi verið hörkuduglegt í kvöld og sérstaklega til baka. „Við vinnum þennan leik útaf því að við vorum bara duglegri en KR-ingar. Við verjum betur og sýnum karakter í okkar liði.“ Oliver segir að liðið hafi sýnt í kvöld að liðið ætli sér að vera í toppbaráttunni í kvöld.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira