Haukar langbestir á þessari öld Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2016 06:00 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum. vísir/vilhelm Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð þegar liðið lagði Aftureldingu, 34-31, í oddaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta úrslitaeinvígi var rafmagnað og sögulegt en í gærkvöldi voru það Haukarnir sem réðu lögum og lofum. Þó aðeins hafi munað þremur mörkum á endanum voru Haukar mest níu mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Þessi Íslandsmeistaratitill hjá Haukunum er sá tíundi á þessari öld en þeir hafa nánast drottnað yfir karlahandboltanum síðan þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir 57 ára bið árið 2000. Þeir standa öllum framar þegar kemur að titlasöfnun og eru svo sannarlega með besta liðið á þessari öld. Tíu titlar komnir á 16 árum en næsta lið er Fram með tvo og fjögur önnur lið skipta svo með sér brauðmolunum sem Haukar hafa skilið eftir fyrir þau. „Þetta er alveg ótrúlegt – sjáðu húsið, sjáðu stemninguna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi rétt eftir lokaflautið er hann tók utan um blaðamann og horfði upp í kjaftfulla stúkuna. „Við spiluðum svo ótrúlega vel. Strákarnir voru alveg frábærir – algjörlega stórkostlegir,“ sagði Gunnar.Haukar fagna sigrinum innilega.vísir/vilhelmTveir með tveimur liðum Gunnar þekkir það ágætlega að vinna í oddaleik á Ásvöllum. Fyrir tveimur árum stóð hann á sama stað – bara hinum bekknum – og vann oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari ÍBV á móti Haukum. Víkingurinn hefur þjálfað handbolta alveg frá blautu barnsbeini en er nú algjörlega að stimpla sig inn sem einn albesti þjálfari landsins. Haukarnir lentu í smá basli undir lokin og misstu niður góða forystu en þjálfarinn var meira en lítið sáttur með sína stráka. „Markvörðurinn þeirra fór að verja eins og svo oft áður en við náðum að halda rónni og klára þetta. Ég er svo ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Gunnar. Mikið álag var á Haukaliðinu í úrslitakeppninni og sérstaklega lokaúrslitunum en breiddin fyrir utan hjá liðinu er ekki mikil. Þar báru Janus Daði Smárason, Adam Haukur Baumruk og Elís Már Halldórsson hitann og þungann af sóknarleiknum. Þessum leik verður þó ekki lokað nema minnast á þátt Eyjamannsins Hákonar Daða Styrmissonar sem var algjörlega magnaður og skoraði tíu mörk. Þvílíkur happafengur sem hann var fyrir Haukana. „Adam, Janus og Elli spila nánast hverja einustu mínútu. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.Adam Haukur átti frábæra úrslitakeppni með Haukum.vísir/vilhelmVill gera betur en pabbi Adam Haukur Baumruk átti flottan leik í gær. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Hann var magnaður í rimmunni og skoraði í heildina 39 mörk. Þar af komu 32 á heimavelli. Honum líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu. Aðspurður hvers vegna hann skoraði 32 mörk heima en „aðeins“ sjö mörk úti svaraði Adam öskrandi af gleði: „Tilfinningin er frábær. Auðvitað spilar maður best heima fyrir framan fulla stúku þar sem allir eru að hvetja mann. Ég elska að spila svona leiki!“ Adam er eins og flestir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem er húsráðandi að Ásvöllum. Hann fylgdist með syninum í kvöld og fagnaði hverju marki af krafti. Petr vann fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla Haukanna á þessari öld en nú er Adam búinn að vinna þá tvo síðustu og búinn að jafna föður sinn. Takmarkið er skýrt. „Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna fleiri titla en pabbi. Hann tók tvo og nú er ég kominn með tvo. Ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári,“ sagði Adam Haukur Baumruk. Olís-deild karla Tengdar fréttir Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51 Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43 Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17 Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29 Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð þegar liðið lagði Aftureldingu, 34-31, í oddaleik að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta úrslitaeinvígi var rafmagnað og sögulegt en í gærkvöldi voru það Haukarnir sem réðu lögum og lofum. Þó aðeins hafi munað þremur mörkum á endanum voru Haukar mest níu mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Þessi Íslandsmeistaratitill hjá Haukunum er sá tíundi á þessari öld en þeir hafa nánast drottnað yfir karlahandboltanum síðan þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil eftir 57 ára bið árið 2000. Þeir standa öllum framar þegar kemur að titlasöfnun og eru svo sannarlega með besta liðið á þessari öld. Tíu titlar komnir á 16 árum en næsta lið er Fram með tvo og fjögur önnur lið skipta svo með sér brauðmolunum sem Haukar hafa skilið eftir fyrir þau. „Þetta er alveg ótrúlegt – sjáðu húsið, sjáðu stemninguna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi rétt eftir lokaflautið er hann tók utan um blaðamann og horfði upp í kjaftfulla stúkuna. „Við spiluðum svo ótrúlega vel. Strákarnir voru alveg frábærir – algjörlega stórkostlegir,“ sagði Gunnar.Haukar fagna sigrinum innilega.vísir/vilhelmTveir með tveimur liðum Gunnar þekkir það ágætlega að vinna í oddaleik á Ásvöllum. Fyrir tveimur árum stóð hann á sama stað – bara hinum bekknum – og vann oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari ÍBV á móti Haukum. Víkingurinn hefur þjálfað handbolta alveg frá blautu barnsbeini en er nú algjörlega að stimpla sig inn sem einn albesti þjálfari landsins. Haukarnir lentu í smá basli undir lokin og misstu niður góða forystu en þjálfarinn var meira en lítið sáttur með sína stráka. „Markvörðurinn þeirra fór að verja eins og svo oft áður en við náðum að halda rónni og klára þetta. Ég er svo ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Gunnar. Mikið álag var á Haukaliðinu í úrslitakeppninni og sérstaklega lokaúrslitunum en breiddin fyrir utan hjá liðinu er ekki mikil. Þar báru Janus Daði Smárason, Adam Haukur Baumruk og Elís Már Halldórsson hitann og þungann af sóknarleiknum. Þessum leik verður þó ekki lokað nema minnast á þátt Eyjamannsins Hákonar Daða Styrmissonar sem var algjörlega magnaður og skoraði tíu mörk. Þvílíkur happafengur sem hann var fyrir Haukana. „Adam, Janus og Elli spila nánast hverja einustu mínútu. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.Adam Haukur átti frábæra úrslitakeppni með Haukum.vísir/vilhelmVill gera betur en pabbi Adam Haukur Baumruk átti flottan leik í gær. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Hann var magnaður í rimmunni og skoraði í heildina 39 mörk. Þar af komu 32 á heimavelli. Honum líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu. Aðspurður hvers vegna hann skoraði 32 mörk heima en „aðeins“ sjö mörk úti svaraði Adam öskrandi af gleði: „Tilfinningin er frábær. Auðvitað spilar maður best heima fyrir framan fulla stúku þar sem allir eru að hvetja mann. Ég elska að spila svona leiki!“ Adam er eins og flestir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem er húsráðandi að Ásvöllum. Hann fylgdist með syninum í kvöld og fagnaði hverju marki af krafti. Petr vann fyrstu tvo Íslandsmeistaratitla Haukanna á þessari öld en nú er Adam búinn að vinna þá tvo síðustu og búinn að jafna föður sinn. Takmarkið er skýrt. „Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna fleiri titla en pabbi. Hann tók tvo og nú er ég kominn með tvo. Ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári,“ sagði Adam Haukur Baumruk.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51 Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43 Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17 Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29 Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman "Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. 19. maí 2016 22:51
Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna "Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. 19. maí 2016 22:43
Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Stórskytta Hauka er búinn að vinna jafnmarga Íslandsmeistaratitla og goðsögnin faðir sinn og ætlar að gera betur. 19. maí 2016 22:17
Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið "Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 19. maí 2016 22:29
Sjáðu myndasyrpu frá fagnaðarlátum Hauka Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og vandlega í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld. Sjáðu frábærar myndir með fréttinni. 19. maí 2016 22:43
Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti