Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2016 10:37 Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson mættust í Eyjunni síðastliðinn sunnudag og gekk Davíð hart fram gegn meðframbjóðenda sínum. Vísir/Anton Brink Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að umræður á borð við þær sem fram fóru í Eyjunni síðastliðinn sunnudag þegar forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á séu ekki hefðbundnar í forsetakjöri. Umræðan hafi meira verið það sem þekkist úr þingkosningum og af Alþingi þar sem stjórnmálamaður ræðst á annan stjórnmálamann. „Auðvitað hafði Ólafur að einhverju leyti farið í þessa átt, sér í lagi í kosningabaráttunni 2012, en ég held að hann hafi nú aldrei gengið svo langt eins og Davíð gekk í framgöngu sinni gegn Guðna í Eyjunni,“ sagði Eiríkur sem ræddi kosningabaráttuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur dósent í stjórnmálafræði. Eiríkur sagði ekkert óeðlilegt við það að rifja upp það sem Guðni hafi sagt en það væri hins vegar eftirtektarvert að þegar frambjóðandinn væri búinn að svara fyrir sig þá væri stöðugt haldið áfram. Áhorfendum væri þá ekki leyft almennilega að draga sínar eigin ályktanir. Það væri þó jafnframt þannig að forsetaframbjóðandi sem ætlar sér að verða forseti verður að geta tekist á við aðstæður eins og upp komu í Eyjunni og svara fyrir sig.Skorti hlýleika sem fólk leiti eftir Stefanía sagði að það hefði verið algjörlega verið fyrirsjáanlegt að Guðni þyrfti að svara fyrir afstöðu sína til Icesave og ESB. Þá hafi ekki komið á óvart að þorskastríðin hafi blandast inn í þetta. „Það hefur sýnt sig í sálfræðinni að það sem skiptir mestu máli þegar verið að ráða fólk til starfa þá er það mat á hæfni og svo mannlegur hlýleiki sem fólk leitar eftir. [...] Það má segja að í Eyjunni hafi Davíð Oddsson verið að reyna að sýna fram á hæfni sína og draga í efa hæfni Guðna en hann skorti kannski eitthvað upp á þetta milda og mjúka og þennan hlýleika sem fólk er að leita eftir,“ sagði Stefanía og bætti við að Guðni hefði hins vegar skorað hátt í því.Umræður í sjónvarpi hafi áhrif „Fólki finnst eins og þar sé kominn venjulegur íslenskur heimilisfaðir sem er svona betri útgáfan af okkur sjálfum og ég er viss um að margir hafi fundið til með honum að hafa lent í hakkavélinni og telja honum það til tekna. En eins og Eiríkur segir þá þarf forsetaframbjóðandi ekki bara að sýna að hann er mjúkur og hlýr heldur þarf hann líka að sýna að hann er hæfur,“ sagð Stefanía. Eiríkur sagði að svona umræður í sjónvarpi hefðu áhrif. „Ekki að ég ætli að leggja það að jöfnu en þið sjáið framgöngu Donald Trump í Bandaríkjunum. Þegar hann gengur fram þannig að það leikur eiginlega allt á reiðiskjálfi þá fara hlutirnir af stað og fylgið fer svolítið af stað. Þessi könnun í Fréttablaðinu í morgun ber þess merki þar sem Guðni lækkar og færri gefa upp afstöðu sína. Þá minnkar Davíð líka og kannski er það það sem gerist í svona þegar atlagan verður jafnharkaleg og var hjá Davíð í Eyjunni þá minnki það fylgi þeirra beggja en hinir eiga þá meiri möguleika á að komast inn í spilið. Ávinningurinn í þessari könnun fellur Höllu megin sýnist mér.“ Hlusta má á spjall Eiríks og Stefaníu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að umræður á borð við þær sem fram fóru í Eyjunni síðastliðinn sunnudag þegar forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á séu ekki hefðbundnar í forsetakjöri. Umræðan hafi meira verið það sem þekkist úr þingkosningum og af Alþingi þar sem stjórnmálamaður ræðst á annan stjórnmálamann. „Auðvitað hafði Ólafur að einhverju leyti farið í þessa átt, sér í lagi í kosningabaráttunni 2012, en ég held að hann hafi nú aldrei gengið svo langt eins og Davíð gekk í framgöngu sinni gegn Guðna í Eyjunni,“ sagði Eiríkur sem ræddi kosningabaráttuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Stefaníu Óskarsdóttur dósent í stjórnmálafræði. Eiríkur sagði ekkert óeðlilegt við það að rifja upp það sem Guðni hafi sagt en það væri hins vegar eftirtektarvert að þegar frambjóðandinn væri búinn að svara fyrir sig þá væri stöðugt haldið áfram. Áhorfendum væri þá ekki leyft almennilega að draga sínar eigin ályktanir. Það væri þó jafnframt þannig að forsetaframbjóðandi sem ætlar sér að verða forseti verður að geta tekist á við aðstæður eins og upp komu í Eyjunni og svara fyrir sig.Skorti hlýleika sem fólk leiti eftir Stefanía sagði að það hefði verið algjörlega verið fyrirsjáanlegt að Guðni þyrfti að svara fyrir afstöðu sína til Icesave og ESB. Þá hafi ekki komið á óvart að þorskastríðin hafi blandast inn í þetta. „Það hefur sýnt sig í sálfræðinni að það sem skiptir mestu máli þegar verið að ráða fólk til starfa þá er það mat á hæfni og svo mannlegur hlýleiki sem fólk leitar eftir. [...] Það má segja að í Eyjunni hafi Davíð Oddsson verið að reyna að sýna fram á hæfni sína og draga í efa hæfni Guðna en hann skorti kannski eitthvað upp á þetta milda og mjúka og þennan hlýleika sem fólk er að leita eftir,“ sagði Stefanía og bætti við að Guðni hefði hins vegar skorað hátt í því.Umræður í sjónvarpi hafi áhrif „Fólki finnst eins og þar sé kominn venjulegur íslenskur heimilisfaðir sem er svona betri útgáfan af okkur sjálfum og ég er viss um að margir hafi fundið til með honum að hafa lent í hakkavélinni og telja honum það til tekna. En eins og Eiríkur segir þá þarf forsetaframbjóðandi ekki bara að sýna að hann er mjúkur og hlýr heldur þarf hann líka að sýna að hann er hæfur,“ sagð Stefanía. Eiríkur sagði að svona umræður í sjónvarpi hefðu áhrif. „Ekki að ég ætli að leggja það að jöfnu en þið sjáið framgöngu Donald Trump í Bandaríkjunum. Þegar hann gengur fram þannig að það leikur eiginlega allt á reiðiskjálfi þá fara hlutirnir af stað og fylgið fer svolítið af stað. Þessi könnun í Fréttablaðinu í morgun ber þess merki þar sem Guðni lækkar og færri gefa upp afstöðu sína. Þá minnkar Davíð líka og kannski er það það sem gerist í svona þegar atlagan verður jafnharkaleg og var hjá Davíð í Eyjunni þá minnki það fylgi þeirra beggja en hinir eiga þá meiri möguleika á að komast inn í spilið. Ávinningurinn í þessari könnun fellur Höllu megin sýnist mér.“ Hlusta má á spjall Eiríks og Stefaníu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent