Fótbolti

Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika.

Delaney setur íslenska liðið í 15. sæti og segir að framganga þess hafi verið saga undankeppninnar og að sigrarnir á Hollandi, Tékklandi og Tyrklandi sýni styrk liðsins.

Íslensku strákarnir eru fyrir ofan stórar fótboltaþjóðir eins og Tyrkland, Rússland, Úkraínu og Svíþjóð.

Delaney hefur mikla trú á Austurríki og setur David Alaba og félaga í 8. sæti, einu sæti ofar en Portúgal sem verða fyrstu mótherjar Íslands 14. júní.

Delaney er lítt hrifinn af Ungverjum, setur þá í 24. og neðsta sæti og segir að liðið sé líklega það slakasta á mótinu.

Að hans mati eru Frakkar líklegastir til að vinna Evrópumeistaratitilinn á heimavelli, en þar á eftir koma heimsmeistarar Þjóðverja og Evrópumeistarar Spánverja. Belgar eru svo í 4. sæti, Ítalir í því fimmta og Englendingar í því sjötta.

Styrkleikaröðunina má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×