Norska leiðin farin á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Axel Stefánsson er kominn heim frá Noregi og fær það vandasama verkefni að byggja aftur upp íslenska kvennalandsliðið í handbolta. vísir/Stefán Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn